Vinnslustöðin eflist við ný kaup

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Stjórn Vinnslu­stöðvar­inn­ar og hlut­haf­ar í Ósi ehf. og Leo Sea­food ehf. skrifuðu í gær und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um kaup Vinnslu­stöðvar­inn­ar á öllu hluta­fé í fé­lög­un­um tveim­ur. Ef samn­ing­ar ganga eft­ir mun Vinnslu­stöðin því eign­ast Þór­unni Sveins­dótt­ur VE-401 sem er núna rek­in af Ós ehf. og afla­heim­ild­irn­ar og fisk­vinnsl­una sem rek­in er nú af Leo Sea­food ehf.

Stóru út­gerðirn­ar stækka

„Þetta eru rétt rúm­lega 4000 þorskí­gildist­onn,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar, sem alla jafna er kallaður Binni í Vinnslu­stöðinni, um afla­heim­ild­ir Þór­unn­ar VE-401.

„Ég er nú þeim meg­in í líf­inu að ég hef ekki gam­an af því að sjá sjálf­stæðum út­gerðum fækka. En við erum ánægð með að þegar sala stend­ur fyr­ir dyr­um hjá út­gerðum hér þá hafa þær nán­ast und­an­tekn­inga­laust snúið sér til annarra út­gerðarfé­laga í Eyj­um.“ Binni seg­ir eng­ar sér­stak­ar breyt­ing­ar fyr­ir­hugaðar á starf­sem­inni. „Við erum bara að gera út og vinna fisk, svo það breyt­ist ekk­ert. Þór­unn er glæsi­legt og gott skip og þetta er góð út­gerð.“

Hann seg­ir verðið vera trúnaðar­mál en ekki sé verið að hugsa um hluta­bréf í Vinnslu­stöðinni sem greiðslu. Nú hefst vinna við upp­gjör fyr­ir­tækj­anna og áætlað er að sal­an gangi í gegn á næsta ári.

Á starfs­manna­fundi í gær­morg­un kom fram að út­gerðarmaður­inn Sig­ur­jón Óskars­son og fjöl­skylda hans, sem eiga bæði fé­lög­in, ætli að ein­beita sér meira að lax­eld­inu og byggja það upp í Eyj­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: