Heilsuspillandi efni fundust í barnafötum

Heilsuspillandi efni eru notuð við fjöldaframleiðslu fata til að lækka …
Heilsuspillandi efni eru notuð við fjöldaframleiðslu fata til að lækka kostnað. AFP/Patrick T. Fallon

Heilsu­spill­andi efni, á borð við PFAS, þalöt og blý, sem hafa fund­ist í fatnaði sem keypt­ur er af vin­sæl­um er­lend­um heimasíðum, geta haft marg­vís­leg nei­kvæð áhrif á heilsu neyt­enda og eru m.a. tal­in auka lík­ur á syk­ur­sýki, skjald­kirt­ils­sjúk­dóm­um, krabba­meini í nýr­um og eist­um, og valda lifr­ar­skemmd­um.

Berg­dís Björk Bær­ings­dótt­ir, sér­fræðing­ur á sviði efna, eft­ir­lits og veiðistjórn­un­ar hjá Um­hverf­is­stofn­un, seg­ir að ströng efna­lög­gjöf Evr­ópu­sam­bands­ins hafi verið inn­leidd hér á landi. Því mega versl­an­ir hér­lend­is ekki selja fatnað eða vör­ur sem inni­halda þessi efni.

Aft­ur á móti geti verið erfitt að koma í veg fyr­ir að föt og ann­ar tex­tíll sem ekki stand­ast kröf­ur lög­gjaf­ar­inn­ar ber­ist til lands­ins þegar neyt­end­ur versla af vefsíðum fyr­ir­tækja sem ekki eru með höfuðstöðvar í Evr­ópu.

Heilsu­spill­andi efni í flík­um frá Shein og Ali Express

Berg­dís seg­ir niður­stöður rann­sókna, sem m.a. hafa verið fram­kvæmd­ar í Nor­egi og Kan­ada, staðfesta að áður­nefnd efni megi finna í ýms­um fatnaði frá fyr­ir­tækj­um á borð við Shein og Ali Express. Þá hafi m.a. fund­ist blý í barnajakka frá Shein.

„Það er alltaf verið að leit­ast eft­ir því að gera vör­urn­ar ódýr­ari og það er ódýr fram­leiðsluaðferð að nota blý til þess að lita tex­tíl,“ seg­ir Berg­dís í sam­tali við mbl.is.

Bergdís Björk Bæringsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.
Berg­dís Björk Bær­ings­dótt­ir, sér­fræðing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Ljós­mynd/​Aðsend

Til viðbót­ar eru þalöt, sem geta valdið insúlí­nviðnámi og ast­ma, al­geng í plast­fíg­úr­um sem eru gjarn­an prentaðar á barna­föt. Þá eru PFAS efni eft­ir­sótt í ódýra fatafram­leiðslu vegna þeirra eig­in­leika þeirra að hrinda frá sér vatni og fitu.

Börn og fóst­ur viðkvæm­ust

Efn­in kom­ast inn í lík­amann m.a. með inn­önd­un og með upp­töku í gegn­um húð, og einnig þegar lít­il börn stinga leik­föng­um eða föt­um í munn­inn.

Berg­dís seg­ir börn og fóst­ur í móðurkviði vera viðkvæm­ustu hóp­ana vegna áhrifa sem efn­in geta haft á horm­ón í lík­ama þeirra á meðan þau eru að vaxa og þrosk­ast.

„Mörg efni herma eft­ir estrógeni eða öðrum horm­ón­um svo lík­am­inn ger­ir ekki grein­ar­mun á því hvort þetta sé eitt­hvað sem hann býr sjálf­ur til eða hvort þetta sé efni sem kem­ur inn í lík­amann með snert­ingu.“

Mik­il­vægt að þvo og skoða merk­ing­ar

Til að koma í veg fyr­ir að fest séu kaup á fatnaði sem inni­held­ur heilsu­spill­andi efni seg­ir Berg­dís að fólk geti m.a. valið vör­ur sem fram­leidd­ar eru inn­an Evr­ópu eða merkt­ar um­hverf­is­merk­ing­um á borð við Svan­inn eða Evr­ópu­blómið.

„Þegar þú kaup­ir ný föt þá skipt­ir líka mjög miklu máli að þvo þau áður en þú not­ar þau. Skaðlegu efn­in minnka mjög mikið. Mjög mikið af efn­un­um hanga á tex­tíln­um eft­ir fram­leiðslu­ferlið.“

mbl.is