Mygla í Bíldudalsskóla

Bíldudalur.
Bíldudalur. mbl.is/Sigurður Bogi

Töluverður raki og myglublettir komu í ljós á takmörkuðum svæðum í Bíldudalsskóla í úttekt verkfræðistofunnar Eflu. Hefur allt skólahald því verið flutt tímabundið í annað húsnæði á Bíldudal á meðan unnið er að því að gera aðstæðurnar viðunandi.

Bæjarins besta greinir frá. 

Í viðtali við miðilinn segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, að kostnaðurinn vegna viðgerða liggi ekki fyrir en Eflu hafi verið falið að kostnaðarmeta nauðsynlegar lagfæringar.

Efla gerði einnig úttekt á skólahúsnæði á Arakletti, Tjarnarbrekku og Patreksskóla, en á BB kemur fram að þær niðurstöður hafi ekki kallað á jafn viðamiklar og brýnar aðgerðir.

mbl.is