Ríflega tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu

Evrópa er lifandi dæmi um hlýnun jarðar.
Evrópa er lifandi dæmi um hlýnun jarðar. AFP

Hlýn­un í Evr­ópu á síðastliðnum 30 árum hef­ur verið ríf­lega tvö­föld á við þá hlýn­un sem hef­ur átt sér stað á heimsvísu á sama tíma­bili. Um er að ræða mestu hækk­un fyr­ir ein­staka heims­álfu. Með auk­inni hlýn­un aukast lík­ur á því að hátt hita­stig, gróðureld­ar, flóð og aðrar af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga hafi áhrif á sam­fé­lög, efna­hag og vist­kerfi.

Kort/​Veður­stofa Íslands

Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un á vef Veður­stofu Íslands þar sem vísað er í ný­út­komna skýrslu Alþjóðaveður­fræðistofn­un­ar­inn­ar (WMO) um ástand lofts­lags Evr­ópu

Þar seg­ir einnig, að á ára­bil­inu 1991-2021 hafi hiti í Evr­ópu hækkað um 0,5°C að meðaltali á ára­tug.

Yfirlit yfir nokkra atburði sem höfðu mikil áhrif á Evrópulönd …
Yf­ir­lit yfir nokkra at­b­urði sem höfðu mik­il áhrif á Evr­ópu­lönd árið 2021 (gögn frá Veður- og lofts­lagsþjón­ustu Þýska­lands, DWD).

„Af­leiðing­arn­ar eru meðal ann­ars þynn­ing jökla á Alpa­svæðum og bráðnun ís­breiðunn­ar á Græn­landi sem veld­ur hækk­andi sjáv­ar­stöðu víðast hvar um álf­una. Árið 2021 leiddi af­taka­veður og aðrir lofts­lag­stengd­ir at­b­urðir til hundruða dauðsfalla, hafði bein áhrif á meira en hálfa millj­ón íbúa og olli fjár­hags­legu tjóni sem nem­ur meira en 50 millj­örðum Banda­ríkja­dala. Um það bil 84% þess­ara at­b­urða voru flóð eða óveður,“ seg­ir í um­fjöll­un Veður­stof­unn­ar. 

„Evr­ópa er lif­andi dæmi um hlýn­un jarðar og minn­ir okk­ur á að jafn­vel þó sam­fé­lög séu vel und­ir­bú­in eru þau ekki ör­ugg fyr­ir áhrif­um af­taka­veðurs. Í ár, eins og árið 2021, hafa gríðarleg­ar hita­bylgj­ur og þurrk­ar herjað á stór svæði í Evr­ópu og meðal ann­ars leitt til gróðurelda. Árið 2021 leiddu mik­il flóð til dauðsfalla og eyðilegg­ing­ar,“ er haft eft­ir aðal­rit­ara WMO, Tetteri Taalas.

AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina