Fyrrum fegurðardrottningarnar Mariana Varela og Fabiola Valentín greindu frá því í gær að þær hefðu gengið í hjónaband. Varela var krýnd ungfrú Argentína árið 2020 og Valentín var krýnd ungfrú Púertó Ríkó sama ár.
Parið kynntist þegar þær tóku báðar þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International í Taílandi sama ár. Báðar komust þær í efstu tíu sætin.
Varela og Valentín hafa eytt miklum tíma saman síðan þá og birt fjölda mynda af sér saman, en aðdáendur tölu að aðeins væri um vináttu að ræða. Nú hafa þær hins vegar ljóstrað upp að þær voru í leynilegu ástarsambandi allan tímann.
Parið gekk í það heilaga í San Juan í Púertó Ríkó hinn 28. október síðastliðinn. „Eftir að hafa ákveðið að halda sambandi okkar leyndu, ákváðum við að opna þessa hurð á sérstökum degi,“ skrifa þær undir sameiginlega færslu á Instagram.