Grínaðist um ástarlíf sitt og klámáhorf

Drake.
Drake. AFP

Kanadíski rapp­ar­inn Dra­ke kom mörg­um á óvart þegar hann birti klippu úr viðtali við How­ard Stern þar sem hann viður­kenn­ir að hann horfi á „fyrsta flokks“ klám á hverj­um degi og sé iðulega að hitta „fjór­ar til fimm kon­ur á sama tíma“.

Mynd­brotið fór sem eld­ur í sinu á net­inu og olli miklu fjaðrafoki, en nú hef­ur rapp­ar­inn stigið fram og seg­ir viðtalið vera gabb, en það er hluti af öðru fölsuðu efni sem Dra­ke hef­ur gefið út ásamt 21 Sa­vage, en sam­eig­in­leg plata þeirra Her Loss er vænt­an­leg á föstu­dag­inn.

Í mynd­band­inu notaði Dra­ke spurn­ing­ar úr sam­tali Sterns við Jerrod Carmichael frá því í apríl. 

Bara „fyrsta flokks“ klám

Í mynd­brot­inu seg­ist Dra­ke aðeins horfa á „fyrsta flokks“ klám. „Það er það sem ég stilli á dags­dag­lega. Þetta eru al­vöru stór­stjörn­ur heims­ins fyr­ir mér,“ sagði Dra­ke. Hann viður­kenn­ir einnig að iðulega sé hann að hitta fjór­ar til fimm kon­ur á sama tíma. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by champagnepapi (@champagnepapi)

Það voru marg­ir sem féllu fyr­ir grín­inu, en und­ir mynd­brot­inu má sjá fjöl­mörg um­mæli þar sem aðdá­end­ur sögðust afar spennt­ir fyr­ir að heyra viðtalið í heild sinni. 

mbl.is