Vír slitnaði og munaði litlu að fleiri slösuðust

Þegar vír slitnaði um borð í mars slasaðist einn illa …
Þegar vír slitnaði um borð í mars slasaðist einn illa og munaði litlu að þeir yrðu fleiri. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Smári Geirsson

Skip­verji sem stýrði svo­kallaðri kraft­blökk slasaðist al­var­lega um borð í Barða NK 5. mars síðastliðinn þegar vír slitnaði með þeim af­leiðing­um að hann fékk í sig vír­inn eða blökk­ina. Haft var sam­band við Land­helg­is­gæsl­una og hinn slasaði var sótt­ur með þyrlu og komið á sjúkra­hús.

Litlu munaði að fleiri slösuðust en tveir skip­verj­ar sem voru við vinnu við fremri snurpu­blökk voru ný­farn­ir frá blökk­inni til þess að ná í svo­kallað brjóst­band. Þegar vír­inn slitnaði straukst hann við hjálm ann­ars þeirra.

Þetta má lesa úr skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa (RNSA).

Þar seg­ir að Barði hafi verið á nóta­veiðum í mikl­um sjó, en vír­inn slitnaði þegar nót­in var dreg­in. Stjórn­tæk­in um borð eru sögð „illa staðsett með til­liti til þess að slitni snurpu­vír er sá sem stend­ur við stjórn­tæk­in í beinni skotlínu við vír­inn og ná­lægt blökk­inni slæg­ist hún til.“

Skip­verj­inn sem slasaðist taldi í fyrstu að hann hefði fengið í sig vír­inn en miðað við áverka taldi hann sig frek­ar hafa orðið fyr­ir blökk­inni.

Mik­il rann­sókn

RNSA tók um það bil 15 faðma af vírn­um beggja vegna við þann stað þar sem vír­inn slitnaði og fóru með bút­inn á rann­sókn­ar­stofu í Bretlandi þar sem gerðar voru á hon­um meðal ann­ars slitþols­próf­an­ir.

„Nokkr­ir sam­verk­andi þætt­ir hafa að öll­um lík­ind­um valdið slys­inu. Meðan verið var að snurpa og hífa nót­ina var all­mik­il öldu­hæð sem óhjá­kvæmi­lega jók álag á snurpu­vír­inn sem var í slæmu ástandi. Vír­inn var mjög strekkt­ur á milli blakka og því mikið álag á hon­um. Fremri snurpu­blökk­in var of lít­il og gegn ráðlegg­ing­um víra­fram­leiðanda. Þá voru stjórn­tæk­in fyr­ir kraft­blökk­ina illa staðsett og hafði það áhrif á al­var­leika slyss­ins,“ seg­ir í skýrsl­unni um or­sök slyss­ins.

Þá gef­ur nefnd­in út sér­staka ábend­ingu til skip­stjórn­ar­manna um „að kynna sér vel ör­ygg­is­blöð og leiðbein­ing­ar um notk­un víra. Þver­mál blakka á að vera sem næst 18 falt þver­mál vírs.“

mbl.is