Hundruð handtekin fyrir mótmæli á Schiphol

Mótmælendurnir lögðust niður fyrir framan flugvélar á brautinni.
Mótmælendurnir lögðust niður fyrir framan flugvélar á brautinni. AFP

Hundruð lofts­lagsaðgerðasinna rudd­ust inn á flug­braut á Schip­hol-flug­vell­in­um í Amster­dam í dag og töfðu för einkaþotna, sem ætti að þeirra mati að banna.

Landa­mæra­lög­reglu­verðir hand­tóku hundruð manna vegna mót­mæl­anna sem hóf­ust á há­degi. Þau voru skipu­lögð af sam­tök­un­um Grænfriðung­ar og Ext­incti­on Re­belli­on, sem hafa staðið fyr­ir fjöl­breytt­um lofts­lags­mót­mæl­um síðustu miss­eri.

Komu og flúðu á reiðhjól­um

Reiðhjól­um var líka komið fyr­ir inn­an flug­braut­ar­inn­ar og slag­orð sung­in á borð við „niður með flug“ og „Schip­hol, um­hverf­is­meng­ar­ar“.

Talsmaður Grænfriðunga, Faiza Oulah­sen, seg­ir í sam­tali við AFP-frétta­veit­una að skila­boðin sem verið sé að koma á fram­færi séu ein­fald­lega þau að flug­ferðum þurfi að fækka. Þá liggi bein­ast við að byrja á einkaþotum og styttri flug­ferðum. 

Lög­regl­an á Schip­hol-flug­vell­in­um seg­ist líta málið al­var­leg­um aug­um. Mót­mæl­end­urn­ir megi eiga von á ákær­um fyr­ir veru þeirra á flug­braut­inni í óleyfi.

Ein­hverj­ir mót­mæl­end­ur reyndu að flýja rétt­vís­ina á reiðhjól­um og voru snún­ir niður af lög­reglu. Grænfriðung­ar mót­mæla þeim aðgerðum lög­reglu og segja aðferðir henn­ar hafa verið fan­ta­leg­ar.

mbl.is