„Á hraðri leið til loftslagshelvítis“

00:00
00:00

Mann­kynið er að berj­ast fyr­ir lífi sínu vegna auk­inna þurrka, flóða og hita­bylgja af völd­um lofts­lags­breyt­inga.  Þetta sagði Ant­onio Guter­res, aðal­rit­ari Sam­einuðu þjóðanna, á lofts­lags­ráðstefnu SÞ, COP27 í Egyptalandi.

Á sama tíma og alþjóðleg efna­hags­lægð rík­ir vegna Covid-19, inn­rás­ar Rússa í Úkraínu og öfga í veðurfari, sagði Guter­res að alþjóðasam­fé­lagið stæði frammi fyr­ir hrein­um og klár­um val­kost­um.

„Vinnið sam­an eða far­ist,“ sagði hann við leiðtoga á ráðstefn­unni. „Það er annað hvort sátt­máli um sam­stöðu í lofts­lags­mál­um eða sam­eig­in­leg­ur sjálfs­vígs­sátt­máli.“

Guter­res kallaði eft­ir „sögu­leg­um“ samn­ingi á milli ríkra þjóða og annarra með það að mark­miði að draga úr út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda og halda hita­stig­inu í sam­ræmi við mark­mið Par­ís­arsátt­mál­ans um það fari ekki yfir 1,5 stig frá iðnbylt­ingu.

Antonio Guterres flytur ræðu sína í Egyptalandi í morgun.
Ant­onio Guter­res flyt­ur ræðu sína í Egyptalandi í morg­un. AFP/​Joseph Eid

Hann sagði að mark­miðið ætti að vera að út­vega end­ur­nýj­an­lega orku og orku sem all­ir hafa efni á og hvatti sér­stak­lega þær þjóðir sem losa mest af gróður­húsaloft­teg­und­um, Banda­rík­in og Kína, til að leggja meira af mörk­um.

Varðandi stöðuna sem er uppi núna sagði Guter­res. „Við erum á hraðri leið til lofts­lags­hel­vít­is með fót­inn enn á bens­ín­gjöf­inni“.

Hlýn­un­in er þegar kom­in í um 1,2 stig frá iðnbylt­ingu og gæt­ir áhrifa víða vegna þess. Til að mynda hafa mikl­ir þurrk­ar geisað í Afr­íku og eru millj­ón­ir manna þar á barmi hung­urs­neyðar. Mann­skæð flóð hafa gengið yfir Pak­ist­an og eyðilagt innviði. Tjón af völd­um lofts­lag­stengdra ham­fara þar í landi nem­ur yfir 30 millj­örðum Banda­ríkja­dala, að sögn Alþjóðabank­ans.

Guterres (í miðjunnji) ásamt öðrum fundargestum.
Guter­res (í miðjunnji) ásamt öðrum fund­ar­gest­um. AFP/​Joseph Eid
mbl.is