Herjólfur aftur í slipp eftir slipp

Herjólfur III kemur til hafnar í Vestmannaeyjum um helgina.
Herjólfur III kemur til hafnar í Vestmannaeyjum um helgina. mbl.is/Óskar Pétur

Herjólf­ur IV var ekki fyrr kom­inn úr slipp en hann var tek­inn aft­ur upp, eft­ir að í ljós kom ný bil­un í skip­inu.

„Það er búið að taka skipið aft­ur upp í slipp og verið að bíða eft­ir vara­hlut­um sem koma frá Hollandi,“ seg­ir Hörður Orri Grett­is­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs.

Herjólf­ur IV átti að hefja áætl­un­ar­sigl­ing­ar milli lands og Vest­manna­eyja um helg­ina, en bil­un­in kom í ljós á föstu­dag. Herjólf­ur III, sem notaður hef­ur verið til sigl­inga á meðan sá nýrri var í slipp, mun því halda áfram að sigla næstu vik­urn­ar.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: