Afkoman áætluð 60 milljörðum betri en gert var ráð fyrir

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Ráðuneytið gerir ráð fyrir að halli á …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Ráðuneytið gerir ráð fyrir að halli á afkomu ríkissjóðs verði 126 milljarðar eða 3,4% af VLF á árinu í stað 186 milljarða eða 5,2% af VLF skv. áætlun fjárlaga. mbl.is/Árni Sæberg

Hag­vöxt­ur verður óvíða meiri meðal OECD-ríkja en á Íslandi í ár að sögn fjár­málaráðuneyt­is­ins. Hraður viðsnún­ing­ur er að verða á af­komu rík­is­sjóðs á þessu ári og er gert ráð fyr­ir að af­kom­an sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu verði um 2 pró­sentu­stig­um betri en áður var gert ráð fyr­ir, eða sem nem­ur um 60 millj­örðum kr.

Bat­inn hef­ur verið drif­inn áfram af mik­illi fjölg­un ferðamanna og vexti einka­neyslu. Þetta kem­ur fram í fjár­auka­laga­frum­varpi árs­ins 2022 sem lagt hef­ur verið fram á Alþingi.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef ráðuneyt­is­ins, að í frum­varp­inu sé að finna end­ur­mat á af­komu­horf­un­um fyr­ir árið 2022 í sam­an­b­urði við áætl­un fjár­laga. Er nú gert ráð fyr­ir að halli á af­komu rík­is­sjóðs verði 3,4% af VLF á ár­inu í stað 5,2% af VLF sam­kvæmt áætl­un fjár­laga og 7% af VLF árið 2021.

„Sá hraði viðsnún­ing­ur sem nú er að verða á af­komu rík­is­sjóðs kem­ur í kjöl­far mik­ils halla­rekst­urs árin 2020 og 2021 sem leiddi af heims­far­aldri kór­ónu­veiru. Áhrifa far­ald­urs­ins hef­ur áfram gætt á út­gjalda­hlið rík­is­sjóðs í ár en þó ekki í sama mæli og sl. tvö ár. Þá hef­ur tekju­hlið rík­is­sjóðs tekið hraust­lega við sér eft­ir að hafa dreg­ist mikið sam­an í far­aldr­in­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Þá kem­ur fram, að sá kröft­ugi efna­hags­bati sem hófst árið 2021 hafi náð mikl­um styrk á þessu ári. Hann sé drif­inn áfram af mik­illi fjölg­un ferðamanna og auk­inni einka­neyslu. Hvort tveggja hafi verið um­fram vænt­ing­ar við samþykkt fjár­laga árs­ins.

„At­vinnu­leysi hef­ur lækkað hraðar en bú­ist var við, jafn­vel þótt aldrei fyrr hafi fleiri flutt til lands­ins en frá því fyrstu níu mánuði árs en árið 2022. Bat­inn hef­ur verið svo þrótt­mik­ill að óvíða meðal aðild­ar­ríkja OECD verður meiri hag­vöxt­ur í ár. Verðbólga hef­ur einnig hækkað í ár, langt um­fram það sem spáð var við samþykkt fjár­laga árs­ins,“ seg­ir enn frem­ur. 

mbl.is