Beint: Kolefnishlutleysi 2030 - Hvernig?

Frá Loftlagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í fyrra.
Frá Loftlagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árleg­ur loft­lags­fund­ur Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar fer fram í dag, en yf­ir­skrift fund­ar­ins í ár er „Kol­efn­is­hlut­leysi 2030 - Hvernig?“ Á fund­in­um flytja meðal ann­ars borg­ar­stjóri og um­hverf­is­ráðherra ávörp, en sjá má streymi hér að neðan.

Fund­ur­inn er nú hald­inn í sjö­unda sinn. Fyrsti fund­ur­inn var hald­inn í kjöl­far þess að rúm­lega 100 for­stjór­ar fyr­ir­tækja skrifuðu und­ir Lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar þar sem þau settu það fram að þau myndu draga úr los­un og úr­g­andi og birta op­in­ber­lega gögn um þá veg­ferð. 

Dag­skrá fund­ar­ins er eft­ir­far­andi:

  • Fund­ar­stjóri: Nanna Elísa Jak­obs­dótt­ir viðskipta­stjóri á iðnaðar- og hug­verka­sviði hjá Sam­tök­um iðnaðar­ins
  • Stefán Örn Snæ­björns­son, kjör­inn Ung­ur um­hverf­issinni 2021 -2022 af Ung­um um­hverf­is­sinn­um
  • Guðlaug­ur Þór Þórðar­son um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra
  • Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur
  • Tóm­as N. Möller formaður Festu
  • Kol­efn­is­hlut­leysi í rekstri – hvað er það og hvernig forðumst við grænþvott? Birgitta Stein­gríms­dótt­ir, sér­fræðing­ur í teymi hringrás­ar­hag­kerf­is­ins hjá Um­hverf­is­stofn­un
  • Op­in­ber inn­kaup og útboð – hvernig geta áhersl­ur og kvaðir í op­in­ber­um útboðum nýst í veg­ferðinni að kol­efn­is­hlut­leysi?
    Gyða Mjöll Ing­ólfs­dótt­ir, verk­efna­stjóri um­hverf­is­mála á skrif­stofu fram­kvæmda og viðhalds hjá Um­hverf­is- og skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar
  • Við höf­um sett okk­ur mark­mið um kol­efn­is­hlut­leysi – hvað erum við að gera?
    Dæmi­sög­ur fyr­ir­tækja sem hafa und­ir­ritað Lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar. 
    • Science Based Tar­gets Initiati­ve aðferðarfræðin – Mar­el
      Þor­steinn Kári Jóns­son, for­stöðumaður sjálf­bærni og sam­fé­lag­stengsla
    • Kol­efn­is­hlut­laus fram­leiðsla og vott­un frá B-corporati­on – 66° Norður
      Bjarney Harðardótt­ir, Head of Brand
  • Hvernig mæl­um við los­un frá rekstri og virðiskeðju og setj­um fram aðgerðaráætl­un?
    Sig­urpáll Ingi­bergs­son, gæðastjóri Vín­búðanna og full­trúi í sér­fræðinga­hóp um Lofts­lags­mæli Festu
  • Stóra og mik­il­væga verk­efnið – Inn­leiðum hringrás­ar­hag­kerfi. Úrgangs­mál fyr­ir­tækja.
    Freyr Eyj­ólfs­son – verk­efna­stjóri hringrás­ar­hag­kerf­is­ins hjá Sorpu
  • Dæmi­sög­ur fyr­ir­tækja sem hafa und­ir­ritað Lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar.
    • Kol­efn­is­hlut­leysi í stein­steypu – Horn­steinn
      Sig­ríður Ósk Bjarna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­mála
    • Hlut­verk sta­f­rænn­ar þjón­ustu í átt að kol­efn­is­hlut­leysi – Júní
      Guðmund­ur Sig­urðsson, hönn­un­ar­stjóri

Fund­ur­inn stend­ur til klukk­an 16:00.

mbl.is