Ekki sést í land hjá sjómönnum

Samninganefnd kemur saman hjá ríkissáttasemjara í dag.
Samninganefnd kemur saman hjá ríkissáttasemjara í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er í sjálfu sér áhyggjuefni að okkur takist ekki að ná saman um nýjan kjarasamning þrátt fyrir að væntingar hafi staðið til þess að það tækist áður en fyrri samningur liði undir lok,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Samningar sjómanna og skipstjóra hafa verið lausir í þrjú ár í desember og ekki sést enn í land.

Samninganefnd kemur saman hjá ríkissáttasemjara í dag. Heiðrún segist ekki bjartsýn á að einhver niðurstaða fáist en vonast til þess að ná að þoka samtalinu áfram er varðar breytt landslag.

„Sjávarútvegurinn stendur á ákveðnum tímamótum. Tækninni fleygir fram og orkuskipti eru fram undan. Skipin munu breytast og við erum aðeins að reyna að máta okkur inn í veruleika sem við þekkjum ekki í dag, þannig að kjarasamningar muni taka tillit til þeirra breytinga sem við væntum að verði,“ segir Heiðrún. Málið strandar einkum á kröfu sjómanna um 3,5% viðbótarframlag í lífeyrissjóð auk nokkurra fleiri veigaminni krafna að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands.

„Við erum búin að ítreka áherslur okkar og það tilboð sem við lögðum fram í maí stendur ennþá. Við ítrekuðum það fyrir hálfum mánuði á fundi ríkissáttasemjara og búumst við að fá svör við því á morgun,“ segir Valmundur. Hann segist ekki útiloka verkföll. „Það er allt í boði ef það nást ekki samningar. Þá verður að gera eitthvað.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: