Heimilar samruna Síldarvinnslunnar og Vísis

Hluthafar Síldarvinnslunnar samþykktu í ágúst kaupin á Vísi hf. í …
Hluthafar Síldarvinnslunnar samþykktu í ágúst kaupin á Vísi hf. í Grindavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur ákveðið að heim­ila samruna Síld­ar­vinnsl­un­ar og Vís­is, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Þar seg­ir að niðurstaða stofn­un­ar­inn­ar sé að ekki séu for­send­ur til íhlut­un­ar í mál­inu.

„Í fyrri ákvörðunum Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins er varða Síld­ar­vinnsl­una hef­ur eft­ir­litið aflað upp­lýs­inga og sjón­ar­miða um tengsl Síld­ar­vinnsl­unn­ar við Sam­herja hf. og Gjög­ur hf./​Kjálka­nes ehf., en slíkt hef­ur þýðingu fyr­ir úr­lausn samruna­mála. Hafa rann­sókn­ir leitt í ljós tals­verð stjórn­un­ar-, eigna- og viðskipta­tengsl milli fram­an­greindra aðila sem fela í sér vís­bend­ing­ar um að stofn­ast hafi til yf­ir­ráða í Síld­ar­vinnsl­unni um­fram það sem áður hef­ur verið greint frá í til­kynn­ing­um um samruna.“

Þá seg­ir að þær upp­lýs­ing­ar sem fyr­ir liggja í þessu samruna­máli gefa áfram til kynna eigna-, stjórn­un­ar- og viðskipta­tengsl milli Síld­ar­vinnsl­unn­ar, Sam­herja og Gjög­ur/​Kjálka­nes.

Því voru sam­keppn­is­leg áhrif samrun­ans tek­in til at­hug­un­ar út frá tveim­ur sjón­ar­horn­um, ann­ars veg­ar miðað við samrun­ann eins og hann var til­kynnt­ur eft­ir­lit­inu og hins veg­ar miðað við mögu­leg sam­eig­in­leg yf­ir­ráð Sam­herja og tengdra fé­laga yfir Síld­ar­vinnsl­unni.

Fiski­stofu að fylgja eft­ir há­marks afla­hlut­deild

„Það er niðurstaða Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að ekki séu for­send­ur til íhlut­un­ar, hvort sem litið er til hinna þrengri eða víðtæk­ari yf­ir­ráða. Þannig eru ekki for­send­ur til þess að ætla að markaðsráðandi staða sé að mynd­ast eða styrkj­ast, auk þess sem breyt­ing á samþjöpp­un vegna kaupa á Vísi er und­ir þeim viðmiðum sem stuðst er við í evr­ópsk­um sam­keppn­is­rétti. Þá gefa fyr­ir­liggj­andi gögn ekki til kynna að sam­keppni rask­ist að öðru leyti,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Það er svo verk­efni Fiski­stofu að fylgja eft­ir að farið sé að ákvæðum fisk­veiðistjórn­un­ar­laga um há­marks afla­hlut­deild.

Í til­efni af mál­inu hef­ur Sam­keppnis­eft­ir­litið átt fund með Fiski­stofu og gert henni grein fyr­ir vís­bend­ing­um um víðtæk­ari yf­ir­ráð. Mun eft­ir­litið veita Fiski­stofu frek­ari upp­lýs­ing­ar, ef nauðsyn­legt þykir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina