Krafðist þess ekki að hætt yrði við blaðamannafund

Katrín Jakobsdóttir og Björk Guðmundsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir og Björk Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Samsett

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hvatti Björk Guðmunds­dótt­ur tón­list­ar­konu ekki til þess að hætta við blaðamanna­fund ásamt aðgerðarsinn­an­um Gretu Thun­berg þar sem þær ætluðu að krefjast yf­ir­lýs­ing­ar um neyðarástand í lofts­lags­mál­um. 

Þetta kem­ur fram í svari for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn Jó­hanns Páls Jó­hanns­son­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Alþingi. 

Björk gagn­rýndi Katrínu fyr­ir að hafa hætt við að lýsa yfir neyðarástandi í lofts­lags­mál­um árið 2019.

Björk lýsti því yfir í viðtali við Rúv að Katrín hafi hvatt Björk og Gretu til að hætta við blaðamanna­fund þar sem stjórn­völd yrðu kraf­in um yf­ir­lýs­ingu. 

Í svari við fyr­ir­spurn Jó­hanns Páls seg­ir að í sam­skipt­um for­sæt­is­ráðherra við Björk kom fram að til stæði að skora op­in­ber­lega á for­sæt­is­ráðherra Norður­landa að lýsa yfir neyðarástandi í lofts­lags­mál­um.

„For­sæt­is­ráðherra hvatti ekki til þess að hætt yrði við slíkt en upp­lýsti um að þessi mál hefðu verið og væru til umræðu við rík­is­stjórn­ar­borðið.“

„Eng­in fyr­ir­heit voru gef­in um form­lega yf­ir­lýs­ingu

Í svar­inu seg­ir að í aðdrag­anda lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna í New York 23. sept­em­ber 2019, þar sem for­sæt­is­ráðherra átti að flytja ræðu, barst ráðherra er­indi með smá­skila­boðum frá Björk.

Katrín svaraði sam­dæg­urs og síðan rædd­ust þær við í síma í fram­haldi af því. Tekið er fram að Katrín átti aldrei í sam­skipt­um við Gretu. 

Í sam­skipt­um ráðherra við Björk Guðmunds­dótt­ur kom fram að Björk teldi mik­il­vægt að for­sæt­is­ráðherra lýsti í ræðu sinni yfir neyðarástandi í lofts­lags­mál­um af hálfu Íslands og Norður­landa. Af hálfu ráðherra kom fram að hún myndi ræða málið við sam­ráðherra sína en eng­in fyr­ir­heit voru gef­in um form­lega yf­ir­lýs­ingu.

Þá seg­ir að Katrín hafi ekki gefið nein fyr­ir­heit um að vænta mætti form­legr­ar yf­ir­lýs­ing­ar af hálfu ráðherra, rík­is­stjórn­ar eða Alþing­is um neyðarástand í lofts­lags­mál­um. 

mbl.is