Vinnslustöðin með nýtt dótturfélag í Finnlandi

Nýtt dótturfélag Vinnslustöðvarinnar hefur hafið rekstur í Helsinki, höfuðborg Finnlands, …
Nýtt dótturfélag Vinnslustöðvarinnar hefur hafið rekstur í Helsinki, höfuðborg Finnlands, en það mun meðal annars kaupa norskan eldislax til sölu í Finnlandi og í Eystrasaltsríkjunum. Ljósmynd/Oleksiy Mark

Vinnslu­stöðin hf. held­ur áfram að færa út kví­arn­ar og hef­ur stofnað nýtt dótt­ur­fé­lag í Finn­landi með aðset­ur í höfuðborg lands­ins, Hels­inki. Stofn­un fé­lags­ins kem­ur eft­ir nokkuð langt skeið þar sem út­gerðarfé­lagið hef­ur fest kaup á fleiri út­gerðarfé­lög­um og afla­heim­ild­um.

Nýja dótt­ur­fé­lagið ber nafnið VSV Fin­land OY og hafa verið ráðnir til starfa finnsk­ir starfs­menn með reynslu og þekk­ingu á sviði inn­flutn­ings á eld­islaxi og markaðssetn­ingu, sölu og dreif­ingu lax­ins í Finn­landi og í Eystra­salts­ríkj­un­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar. Þar seg­ir að Mika Jaaskelain­en hafi tekið til starfa sem fram­kvæmda­stjóri VSV Fin­land Oy en hann gegndi áður stöðu fram­kvæmda­stjóra hjá Kalatukku E. Eriks­son sem sér­hæf­ir sig í sölu sjáv­ar­af­urða í Finn­landi.

„Meg­in­verk­efni VSV Fin­land verður að flytja inn fisk og sjáv­ar­fang frá Íslandi og öðrum nor­ræn­um ríkj­um til sölu og dreif­ing­ar í Finn­landi og á öðrum mörkuðum í Evr­ópu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Norsk­ur eld­islax

Haft er eft­ir Sig­ur­geiri Brynj­ari Krist­geirs­syni (Binna), fram­kvæmda­stjóra Vinnslu­stöðvar­inn­ar, í til­kynn­ing­unni að eitt af verk­efn­um dótt­ur­fé­lags­ins verði að kaupa norsk­an eld­islax til sölu í Finn­landi og í Eystra­salts­ríkj­un­um. „Þarna eru vissu­lega nýir snertiflet­ir sem okk­ur þykir mjög áhuga­vert að vinna með og aug­ljós­lega eru mikl­ir mögu­leik­ar í lax­eld­inu, at­vinnu­grein sem er alls staðar í mik­illi sókn og örum vexti.“

„Sér­lega ánægju­legt og áhuga­vert er svo það að við finn­um fyr­ir mikl­um áhuga í Finn­landi fyr­ir sam­starfi við að kaupa og selja fisk. Það þykir mik­ill feng­ur að því að fá öfl­ugt ís­lenskt sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki inn á finnsk­an markað með þess­um hætti,“ seg­ir Binni.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson segir ný sóknarfæri í Finnlandi.
Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son seg­ir ný sókn­ar­færi í Finn­landi. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son

Tölu­verð kaup

Und­an­far­in miss­eri hef­ur rekst­ur Vinnslu­stöðvar­inn­ar tekið þó nokkr­um breyt­ing­um. Ný­verið var sagt frá því að stjórn fé­lags­ins hefði und­ir­ritað samn­ing um kaup Vinnslu­stöðvar­inn­ar á öllu hluta­fé í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­un­um Ósi ehf. og Leo Sea­food ehf. í Vest­manna­eyj­um. Kaup­un­um fylgdi meðal ann­ars Þór­unn Sveins­dótt­ir VE-401 og til­heyr­andi afla­heim­ild­ir, um 4.000 þorskí­gildist­onn.

Í júní síðastliðnum var til­kynnt um að Vinnslu­stöðin hefði fest kaup á norska upp­sjáv­ar­skip­inu Gard­ar og hef­ur skipið fengið nafnið Gull­berg. Skipið hét um tíma Mar­grét EA og var gert út af Sam­herja, en síðar Beit­ir NK og gert út af Síld­ar­vinnsl­unni.

Þá festi Vinnslu­stöðin kaup á 75% hlut í fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­inu Hólma­skeri ehf. í Hafnar­f­irði í nóv­em­ber á síðasta ári. Fyr­ir­tækið sér­hæf­ir sig í hand­flök­un ýsu sem er fryst og seld til aust­ur­strand­ar Banda­ríkj­anna.

Fyrri hluta síðasta árs var gengið frá samn­ingi um kaup á 52% hlut í út­gerðarfé­lag­inu Hug­in ehf. sem ger­ir út Hug­inn VE. Fyr­ir viðskipt­in átti Vinnslu­stöðin 48% hlut í út­gerðinni.

mbl.is