Beint: Fundað um auðlindina á Akureyri

Fjórði og síðasti opni fudnurinn um auðlindina fer fram á …
Fjórði og síðasti opni fudnurinn um auðlindina fer fram á Akureyri. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Síðasti opni fund­ur­inn á lands­byggðinni um sjáv­ar­auðlind­ina und­ir merkj­um „Auðlind­in okk­ar“ fer nú fram í Hofi á Ak­ur­eyri. Um er að ræða lið í stefnu­mót­un Svandís­ar Svavars­dótt­ur, mat­vælaráðherra, í mál­efn­um fisk­veiðiauðind­ar­inn­ar.

Fund­ur­inn er sá fjórði í röðinni, en áður hef­ur verið fundað á Ísaf­irði, Eskif­irði og Vest­manna­eyj­um. Fudn­ur­inn er í beinu streymi hér neðar í frétt­inni, en neðst gefst kost­ur á að bera upp spurn­ing­ar.

Fund­ar­stjóri fund­ar­ins á Ak­ur­eyri er Ásthild­ur Sturlu­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Re­bekka Hilm­ars­dótt­ir, sér­fræðing­ur á skrif­stofu sjáv­ar­út­vegs og fyrr­um bæj­ar­stjóri Vest­ur­byggðar, mun halda er­indi um verk­efnið Auðlind­in okk­ar og vinnu starfs­hópa þess. Al­bertína Friðbjörg Elías­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka sveit­ar­fé­laga og at­vinnuþró­un­ar á Norður­landi eystra mun einnig flytja er­indi.

Þá taka þátt á fund­in­um þau Ing­unn Agnes Kro, fram­kvæmda­stjóri Jarðvarma og formaður starfs­hóps­ins Tæki­færi, Frey­dís Vig­fús­dótt­ir, sér­fræðing­ur í mat­vælaráðuneyt­inu og full­trúi í starfs­hóps­hópn­um Um­gengni, Eggert Bene­dikt Guðmunds­son, verk­fræðing­ur og formaður starfs­hóps­ins Aðgengi, Hreiðar Þór Val­týs­son, dós­ent, Há­skól­inn á Ak­ur­eyri og full­trúi í starfs­hópn­um Sam­fé­lag og Mika­el Rafn L. Stein­gríms­son, sér­fræðing­ur hjá mat­vælaráðuneyt­inu.

mbl.is