Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands í samvinnu við Nýja norræna samstarfshópinn um öryggismál á norðurslóðum og Konunglega danska varnarmálaháskólann, standa fyrir opnu malþingi í Auðarsal í Veröld – húsi Vigdísar í dag.
Yfirskrift málþingsins er Umskipti í öryggismálum á Norðurslóðum og hefst klukkan 16.
„Öryggisumhverfi norðurslóða hefur tekið örum breytingum á liðnum misserum vegna áhrifa loftslagsbreytinga og innrásar Rússa í Úkraínu. Eru þessar breytingar þess eðlis að þær réttlæti skjót umskipti á sviði öryggismála? Eða eru þessi umskipti eðlilegt framhald í ljósi ríkjandi viðhorfa í stjórnmálum og öryggismálum?“ segir í lýsingu viðburðarins.
Setningarávörp flytja Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og formaður Varðbergs og Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar.
Auk þess verða frummælendur eftirfarandi: