Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson slær upp balli á Tenerife á gamlárskvöld. Ballið er í samstarfi við Icelandair og hófst forsala miða á ballið í dag fyrir viðskiptavini flugfélagsins.
Sigvaldi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali og rekur Tenerife-ferðir, auglýsti ballið á Instagram í dag.
Ballið verður á St. Eugenes og kostar 70 evrur inn. Skaupið verður sýnt á öllum skjám staðarins svo Íslendingar þurfa ekki að hafa áhyggjur að missa af því. Almenn miðasala hefst á morgun á vef Tenerife-ferða.
Búast má við því að fjöldi Íslendinga verði í sólinni á Tenerife um jólin í ár.