Fullur aðskilnaður Kaldbaks við Samherja

mbl.is/Sigurður Bogi

Fjár­fest­inga­fé­lagið Kald­bak­ur ehf., sem er dótt­ur­fé­lag Sam­herja, tók í gær form­lega við Lands­banka­hús­inu við Ráðhús­torg á Ak­ur­eyri. Fram kem­ur á vef Sam­herja að ákveðið hafi verið að gera rekst­ur og fjár­fest­ing­ar Kald­baks sjálf­stæðan.

Þá seg­ir, að Ei­rík­ur S. Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri Kald­baks og stjórn­ar­formaður Sam­herja hf., hafi und­ir­ritað kaup­samn­ing­inn en sjö til­boð bár­ust í húsið og var til­boð Kald­baks hæst. 

Þá seg­ir, að frá því Sam­herji var stofnaður fyr­ir nærri fjöru­tíu árum, hafi fé­lagið eign­ast hluti í ýms­um fé­lög­um sem í dag telj­ist ekki til kjarn­a­starf­semi Sam­herja, það er að segja veiðum, fisk­eldi, vinnslu og sölu afurða.

„Til að skerpa á áhersl­um í starf­sem­inni og auka gagn­sæi hef­ur verið ákveðið að Kald­bak­ur taki yfir þess­ar eign­ir og verði sjálf­stætt starf­andi fjár­fest­inga­fé­lag,“ seg­ir á vef Sam­herja. 

„Sam­kvæmt skipt­ingaráætl­un er full­ur aðskilnaður Kald­baks við Sam­herja miðaður við upp­gjör 30. júní 2022 og verður áætl­un­in að fullu kom­in til fram­kvæmda í lok þessa árs. Kald­bak­ur verður sterkt fé­lag með eign­ar­hluti í fé­lög­um bæði hér á Íslandi sem og er­lend­is,“ er haft eft­ir Ei­ríki. 

mbl.is