Fyrsti afli Bergs til Vísis í Grindavík

Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu fullfermi á þriðjudag. Ufsi …
Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu fullfermi á þriðjudag. Ufsi úr BErgi verður fyrsti afli skipanna sem fer til vinnslu hjá Vísi, nýs dótturfélags Síldarvinnslunnar. mbl.is

Ufsi sem tog­ar­inn Berg­ur VE landaði í Vest­manna­eyj­um á þriðju­dag var fyrsti afli sem skipið skil­ar til vinnslu hjá Vísi hf. í Grinda­vík, en Vís­ir er nú dótt­ur­fé­lag Síld­ar­vinnsl­unn­ar eins og Berg­ur ehf. sem ger­ir tog­ar­ann út.

Flest bend­ir til að skip sem Síld­ar­vinnsl­an býr yfir, beint eða óbeint, skili afla í aukn­um mæli til vinnslu í Grinda­vík sér­stak­lega í ljósi þess hve tak­markað hrá­efni er nú í boði vegna skerðinga í út­hlutuðum afla­heim­ild­um.

Eyja­skip­in með full­fermi

Fram kem­ur í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar að Vest­manna­ey VE, sem dótt­ur­fé­lagið Berg­ur-Hug­inn ehf. ger­ir út, hafi ásamt Bergi VE landað full­fermi í Vest­manna­eyj­um síðastliðinn þriðju­dag.

„Það var sæmi­legt veður mest all­an túr­inn en þó var bölvuð bræla í rúm­an sól­ar­hring. Það var veitt í Slát­ur­hús­inu og á Öræfa­grunni og síðan endað í þorski á Vík­inni. Það eru tíðindi að nú fer ufs­inn til vinnslu hjá Vísi í Grinda­vík en það er í fyrsta sinn sem afli frá okk­ur fer þangað, enda er Vís­ir form­lega orðinn dótt­ur­fé­lag Síld­ar­vinnsl­unn­ar,“ seg­ir Jón Val­geirs­son, skip­stjóri á Bergi, í færsl­unni. Afl­inn var blandaður en mest var af ufsa auk skar­kola, þorski og ýsu.

Þá seg­ir Eg­ill Guðni Guðna­son, skip­stjóri á Vest­manna­ey, afl­ann sem skipið hafi borið að landi hafi verið mest karfi og ýsa en einnig nokkuð af ufsa og þorsk. „Veitt var í Horna­fjarðardýp­inu og Breiðamerk­ur­dýpi og síðan var dregið vest­ur­eft­ir í bölvaðri brælu. Um tíma var veðurhæðin um 30 metr­ar. Ég geri ráð fyr­ir að næst verði haldið aust­ur­fyr­ir land. Veður­spá­in er ein­fald­lega þannig og síðan er ekki sér­lega mik­ill fisk­ur við suður­strönd­ina um þess­ar mund­ir og það kem­ur ekki á óvart.“

Skip­in halda bæði til veiða á ný í kvöld.

mbl.is