Skerðing þorskkvóta ígildi veiða 10 togara

Skerðing í útgefnum heimildum í þorski samsvarar því að tíu …
Skerðing í útgefnum heimildum í þorski samsvarar því að tíu aflamestu togarar landsins liggja bundnir við bryggju í heilt ár. Ljósmynd/Aðsend

Frá fisk­veiðiár­inu 2019/​2020 til fisk­veiðiárs­ins 2022/​2023, sem hófst í sept­em­ber síðastliðnum, hef­ur þorskkvót­inn verið skert­ur um 24% eða 50 þúsund tonn af slægðum afla.

Skerðing­in í þorski er jafn mik­il og tíu afla­mestu tog­ar­arn­ir fisk­veiðiárið 2019/​2020 lönduðu af teg­und­inni það ár, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins í dag.

Sam­hliða skerðing­um í þorski hafa afla­heim­ild­ir í gull­karfa verið skert­ar um 42%, auk þess sem 49% skerðing hef­ur átt sér stað í djúpkarfa.

Útgerðir hafa aðlagað veiðarn­ar skerðing­un­um með því að fækka skip­um, fækka út­halds­dög­um og aukið sókn í aðrar teg­und­ir. Til­kynnti meðal ann­ars Vinnslu­stöðin í dag að út­gerð Brynj­ólfs VE hef­ur verið hætt.

Ný­verið til­kynnti Sam­herji að Harðbaki EA, einn af afla­mestu tog­ur­um lands­ins, hafi verið lagt tíma­bundið vegna skorts á afla­heim­ild­um, en áhöfn­inni hefði verið fund­in störf á öðrum skip­um fé­lags­ins. Þá var til­kynnt í sept­em­ber síðastliðnum að út­gerð Stefn­is ÍS yrði hætt af sömu ástæðum.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina