38 konur og 279 karlar bíða afplánunar

Jón Gunnarsson.
Jón Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls voru 38 konur á biðlista eftir afplánun í fangelsi í lok september. Karlarnir voru 279 á sama tíma. 

Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, um stöðu kvenna í fangelsum. 

Boðar breytingar á lögum

Í svarinu kemur fram að ráðherra taki undir það sem fram kemur í skýrslu umboðsmanns Alþingis að tilefni sé til að skoða hvort halli á konur innan fangelsiskerfisins og þá með hvaða hætti.

Til stendur að gera breytingar á lögum um fullnustu refsinga og verða þessi sjónarmið þá tekin til sérstakrar athugunar sem og aðrar athugasemdir frá umboðsmanni,“ segir í svarinu. 

mbl.is