„Gríðarlega stórt framfaraskref tekið“

Tinna Hallgrímsdóttir, forseti Ungra umhverfissinna, er á COP27 ráðstefnunni.
Tinna Hallgrímsdóttir, forseti Ungra umhverfissinna, er á COP27 ráðstefnunni. Ljósmynd/Aðsend

Tinna Hall­gríms­dótt­ir, for­seti Ungra um­hverf­issinna, seg­ir það hafa verið viðbúið að COP27 lofts­lags­ráðstefn­an yrði fram­lengd, enda sé það frek­ar venj­an en hitt. Staðan sé þannig núna enn eigi eft­ir að leysa mörg mál áður en ráðstefn­unni lýk­ur.

Ráðstefn­unni átti að ljúka í dag en hún var fram­lengd til morg­uns eft­ir að skriður komst á umræður um stofn­un lofts­lags­ham­fara­sjóðs, sem áður hafði verið rætt um að fresta. Tinna er stödd á ráðstefn­unni sem hef­ur staðið yfir í Egyptalandi frá 6. nóv­em­ber.

„Þetta hef­ur verið að mjak­ast mjög hægt, en svo varð stór breyt­ing varðandi töp og tjón eða fjár­magn vegna lofts­lags­ham­fara þegar Evr­ópu­bandið kom með til­lögu um að setja upp lofts­lags­ham­fara­sjóð á þessu aðild­ar­ríkjaþingi, gegn því að þró­un­ar­lönd­in myndu draga meira úr los­un,“ seg­ir Tinna.

Eiga eft­ir að sjá út­færsl­una

Hug­mynd­in sé þá að fleiri lönd en þau sem skil­greind eru sem þróuð leggi til fjár­magn í sjóðinn. Til að mynda Bras­il­ía, Rúss­land og Kína. „Hug­mynd­in er sú að þar sem þau eru að menga mikið og hafa fjár­magn, að þau eigi að leggja til líka,“ út­skýr­ir hún.

Jafn­framt eigi þá að fækka þeim lönd­um sem eiga rétt á aðstoð og leggja áherslu á þau lönd sem eru í hvað viðkvæm­astri stöðu.

„En auðvitað ligg­ur ennþá á milli hluta hvernig sú skil­grein­ing á að vera og það er margt sem á eft­ir að út­færa. En það var gríðarlega stórt fram­fara­skref tekið þegar þessi til­laga um að stofna ham­fara­sjóð strax núna á þessu þingi, var lögð fram. Það hef­ur verið kraf­an og nú þurf­um við að sjá hvort út­færsl­an verði í sam­ræmi við það sem þró­un­ar­lönd­in hafa verið að kalla eft­ir og í sam­ræmi við þeirra þarf­ir, miðað við hvernig ástandið er.“

Skipu­lagið með verra móti

Tinna tel­ur að heilt yfir muni ráðstefn­an að skila ár­angri. Hins veg­ar hafi mörg mál verið lengi í patt­stöðu.

„Það er oft þannig á loka­metr­un­um að það kem­ur í hug­ur í fólk. Fólk vill ekki fara án þess að ná lok­aniður­stöðu. Nú er kom­inn meiri hug­ur í fólk að klára þetta. Oft vant­ar einn bita í púslið, sem er nú þessi krafa um lofts­lags­ham­fara­sjóð, og þegar það er komið eru þau til­bú­in að draga meira úr los­un. Þannig oft er þetta keðju­verk­un sem von­andi verður til þess að við náum að klára þetta á morg­un og kom­ast að sam­eig­in­legri niður­stöðu.“

Marg­ir hafa gagn­rýnt að ráðstefn­an hafi verið illa skipu­lögð, þar á meðal Árni Finns­son, formaður nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands. Tinna tek­ur und­ir þá gagn­rýni.

„Ég myndi segja að skipu­lagið hafi verið með verra móti. Bæði hvað varðar ráðstefn­una sjálfa og svo bara það að vera með nóg af vatni fyr­ir fólk, in­ter­net, hafa nóg af mat, ekki á upp­sprengdu verði, og nóg fram­boð af gist­ingu. Verð á öllu svæðinu hérna hef­ur hækkað marg­falt. Það eru ekki góðar aðstæður fyr­ir fólk sem er í marga klukku­tíma á dag og fram á nótt í samn­ingaviðræður, til að ná góðum ár­angri.“

Þarf líka að grípa til aðgerða heima­fyr­ir 

Tinna seg­ir fólk oft spyrja hvort COP ráðstefn­an skipti ein­hverju máli og að henn­ar mati ger­ir hún það, þó auðvitað þurfi miklu meira að koma til.

„Áður en Par­ís­arsátt­mál­inn var gerður þá vor­um við að stefna á mun verri stað en við ger­um núna. Svo höf­um við náð fram­förum eft­ir það. Ef við vær­um ekki með þessi aðild­ar­ríkjaþing og þenn­an lofts­lags­samn­ing, Par­ís­arsátt­mál­ann sér­stak­lega, þá vær­um við á mun verri stað,“ seg­ir hún.

„Hins veg­ar er það greini­lega ekki nóg sem er að ger­ast hér því við sjá­um að það er mikið bil á milli þeirra mark­miða sem við setj­um okk­ur og hvert lönd eru að stefna hvað varðar los­un og marga aðra þætti. Það má því ekki hugsa um þetta sem eitt­hvað sem ger­ist einu sinni á ári, held­ur verður fólk líka að fara heim til sín og grípa til aðgerða þar.

Við get­um ekki sagt að það sé eng­inn að gera neitt af því COP er ekki að gera ná­kvæm­lega það sem við bú­umst við, held­ur verðum við að hugsa að þetta sé eitt af þeim verk­fær­um sem við erum að nota. Vissu­lega má bæta það og vissu­lega er það ekki í sam­ræmi við það neyðarástand sem rík­ir í lofts­lags­mál­um. Við verðum líka að nota aðrar leiðir til að taka til hend­inni og tak­ast á við þetta vanda­mál.“

mbl.is