Gríðarlega mikilvægt skref

Tinna Hallgrímsdóttir, forseti Ungra umhverfissinna, á COP27-ráðstefnunni.
Tinna Hallgrímsdóttir, forseti Ungra umhverfissinna, á COP27-ráðstefnunni. Ljósmynd/Aðsend

Lofts­lags­ráðstefn­unni COP27 er nú lokið, en tek­ist hef­ur að ljúka við all­ar ákv­arðanir er varða aðild­ar­ríkjaþing lofts­lags­samn­ings Sam­einuðu þjóðanna í Egyptalandi.

Tinna Hall­gríms­dótt­ir, for­seti Ungra um­hverf­issinna, seg­ir það hafa verið sögu­lega stund þegar stofn­un lofts­lags­ham­fara­sjóðs var samþykkt og seg­ir það gríðarlega mik­il­vægt skref í að tryggja lofts­lags­rétt­læti og aðstoð til landa í viðkvæmri stöðu vegna af­leiðinga lofts­lags­breyt­inga.

„Hins veg­ar tókst ekki að ná inn nægi­lega sterku orðalagi er varðar or­saka­vald­inn á þess­um lofts­lags­ham­förum, þ.e.a.s. jarðefna­eldsneyti. Ekki náðist samstaða um að ná inn orðalagi um að fasa út allt jarðefna­eldsneyti, text­inn helst óbreytt­ur frá því í fyrra um að draga úr kola­notk­un,“ seg­ir Tinna.

Það hafi þó náðst að halda ágæt­lega sterku orðalagi í samn­ingn­um um að tak­marka hnatt­ræna hlýn­un við 1,5 gráðu.

Óásætt­an­legt bil

„Hins veg­ar er ljóst að ríki þurfa að gera mun bet­ur hvað varðar mark­mið þeirra um sam­drátt í los­un, þar sem bilið milli þeirra mark­miða sem við höf­um og 1,5 gráðu er óá­sætt­an­legt eins og er,“ seg­ir Tinna.

Í loka­samþykkt fund­ar­ins er end­ur­tekið ákall frá COP26 í fyrra um að ríki upp­færi mark­mið sín fyr­ir næsta aðild­ar­ríkjaþing, það er COP28.

„Gríðar­mikið átak fór í að viðhalda þeim metnaði sem var sett­ur fram í loka­samþykkt aðild­ar­ríkjaþings­ins í Glasgow í fyrra. Það tókst rétt svo að ít­reka þann ár­ang­ur sem náðist í að halda fókusn­um á 1,5 gráðu, en ekki að taka nauðsyn­leg skref lengra.

Í loka­samþykkt­ina vant­ar ákall um að fasa út allt jarðefna­eldsneyti, ákall um að hnatt­ræn hlýn­un nái há­marki í sein­asta lagi 2025 og sterkt orðalag um end­ur­nýj­an­lega orku, en það út­vatnaðist í „end­ur­nýj­an­lega og lág­los­un­ar orku“ á sein­ustu mín­út­un­um“.

Tinna Hallgrímsdóttir segir stofnun loftslagshamfarasjóðs gríðarlega mikilvægt skref í að …
Tinna Hall­gríms­dótt­ir seg­ir stofn­un lofts­lags­ham­fara­sjóðs gríðarlega mik­il­vægt skref í að tryggja lofts­lags­rétt­læti. AFP/​Joseph Eid

Margt þurfi að ræða bet­ur á COP28

Tinna seg­ir að ræða þurfi mörg mál bet­ur á COP28. Það eigi til dæm­is eft­ir að fjár­magna lofts­lags­ham­fara­sjóðinn og út­færa marga lausa enda, líkt og hvaða ríki eigi rétt á fjár­magni úr hon­um.

Áhersl­an sé nú lögð á ríki sem eru „sér­stak­lega viðkvæm“, en óljóst sé hvaða ríki falli ná­kvæm­lega þar und­ir.

Þá hafi ekki verið tek­in ákvörðun er varðar nýtt mark­mið um lofts­lags­fjár­magn, svo að sú vinna held­ur áfram.

mbl.is