Samkomulag í höfn á COP27

Sameh Shukri (í miðjunni), utanríkisráðherra Egyptalands flytur ræðu á ráðstefnunni …
Sameh Shukri (í miðjunni), utanríkisráðherra Egyptalands flytur ræðu á ráðstefnunni við dynjandi lófaklapp. AFP/Joseph Eid

Sam­komu­lag náðist á lofts­lags­ráðstefn­unni COP27 í Egyptalandi í morg­un um stofn­un lofts­lags­ham­fara­sjóðs sem er ætlað að aðstoða þjóðir í viðkvæmri stöðu við að tak­ast á við af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga.

Von­brigði voru þó uppi að lok­inni ráðstefn­unni um að ekki hafi tek­ist að ná ár­angri í að draga úr út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda.

Sherry Rehm­an, lofts­lags­ráðherra Pak­ist­ans, sagði að COP27 hafi „brugðist við rödd­um þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu, þeirra sem hafa orðið fyr­ir skaða og þeirra sem hafa gleymst í heim­in­um“.

„Þessi veg­ferð hef­ur verið þyrn­um stráð síðustu þrjá­tíu árin en í dag í Sharm el-Sheik [egypsku borg­inni] hef­ur fyrsti já­kvæði áfang­inn náðst,“ sagði hún.

mbl.is