Herjólfur fastur í Þorlákshöfn vegna bilunar

Herjólfur á siglingu.
Herjólfur á siglingu.

Vest­manna­eyja­ferj­an Herjólf­ur hef­ur verið föst í Þor­láks­höfn í kvöld en upp kom bil­un í stefn­is­h­urð ferj­unn­ar. Þetta kem­ur fram á Face­book-síðu ferj­unn­ar.

Þar seg­ir, að verið sé að vinna að viðgerðum.

„Við kom­um til með að senda frá okk­ur til­kynn­ingu þegar Herjólf­ur legg­ur af stað með áætluðum komu­tíma til Vest­manna­eyja. Við biðjumst af­sök­un­ar á þeim óþæg­ind­um sem þetta kann að valda,“ seg­ir í færsl­unni.

mbl.is