Samið við Intellecta um öflun og úrvinnslu gagna

Nýir möguleikar í tækni geta skilað skilvirkari upplýsingaöflun í sjávarútvegi, …
Nýir möguleikar í tækni geta skilað skilvirkari upplýsingaöflun í sjávarútvegi, aukið áreiðanleika og lækkað kostnað. Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson

Mat­vælaráðuneytið og In­tell­ecta und­ir­rituðu ný­verið samn­ing um mark­viss­ari og skil­virk­ari öfl­un og úr­vinnslu gagna í sjáv­ar­út­vegi, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Samn­ing­ur­inn var kynntu á fjórða fundi sam­ráðsnefnd­ar um sjáv­ar­út­vegs­stefnu sem hald­inn var 16. nóv­em­ber, en nefnd­inni er gert að hafa yf­ir­sýn yfir starfs­hópa í um­fangs­mik­illi stefnu­mót­un á sviði fisk­veiðistjórn­un­ar und­ir merkj­um „Auðlind­in okk­ar“.

„Í kring­um sjáv­ar­út­veg og tengd­ar grein­ar verður til mikið magn af gögn­um sem skila sér ekki alltaf á sömu staði og nýt­ast því ekki sem skyldi. Um er að ræða gögn frá rekstr­araðilum, stjórn­sýsl­unni og rann­sókn­ar­gögn sem má nýta bet­ur en nú er gert. Með auk­inni þróun í gervi­greind við gagna­úr­vinnslu hafa orðið til nýir mögu­leik­ar til gagna­öfl­un­ar og upp­lýs­inga­gjaf­ar sem draga úr kostnaði og tryggja meiri áreiðan­leika. Niður­stöður verk­efn­is­ins munu nýt­ast í vinnu starfs­hópa Auðlind­ar­inn­ar okk­ar, Aðgengi, Sam­fé­lag, Tæki­færi og Um­gengni,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá seg­ir að næsti fund­ur sam­ráðsnefnd­ar fari fram 17. janú­ar og verði þá kynnt­ar bráðabirgðaniður­stöður starfs­hóp­anna fjög­urra.

mbl.is