Ástin blómstrar á ný hjá Beckham

Neistinn virðist hafa kviknað á ný milli Romeo Beckham og …
Neistinn virðist hafa kviknað á ný milli Romeo Beckham og Miu Regan. AFP

Fót­boltamaður­inn Romeo Beckham, son­ur stjörnu­hjón­anna Victoriu og Dav­ids Beckhams, og fyr­ir­sæt­an Mia Reg­an eru tek­in aft­ur sam­an.

Þau slitu sam­bandi sínu í sept­em­ber síðastliðnum eft­ir þriggja ára sam­band, en nú virðist neist­inn á milli þeirra hafa kviknað á ný. 

Fögnuðu af­mæli fyr­ir­sæt­unn­ar sam­an

Romeo og Mia sáust sam­an um helg­ina þar sem þau fögnuðu tví­tugsaf­mæli fyr­ir­sæt­unn­ar, en Romeo staðfesti sam­band þeirra á sunnu­dag­inn við vef Daily Mail.

Parið fagnaði af­mæl­is­deg­in­um í góðra vina hópi, en Romeo deildi nokkr­um göml­um mynd­um af kær­ustu sinni á In­sta­gram í til­efni dags­ins. 

Talið er að fjar­sam­band Romeos og Miu hafi tekið mik­inn toll af þeim og að lok­um orðið þess vald­andi að þau ákváðu að fara hvort í sína átt­ina. Romeo eyddi mikl­um tíma í Banda­ríkj­un­um þar sem hann spil­ar fót­bolta með In­ter Miami II en Mia var bú­sett í Lund­ún­um. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by ☆ MIA REG­AN ☆ (@mimimoocher)

mbl.is