Umfangsmiklar endurbætur á Litla-Hrauni

Teikning/VA arkitektar

Til stend­ur að ráðast í um­fangs­mikl­ar end­ur­bæt­ur á Litla-Hrauni sem fel­ast meðal ann­ars í því að turn fang­els­is­ins mun ekki gegna neinu hlut­verki. 

Turn fangelsins verður rifinn.
Turn fang­els­ins verður rif­inn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þetta seg­ir Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri í sam­tali við Vísi.

Áhersla verður lögð á bætt ör­yggi og aðgengi skjól­stæðinga og starfs­fólks, betri aðstöðu til geð- og heil­brigðisþjón­ustu og heim­sókna aðstand­enda.

Teikn­ing/​VA arki­tekt­ar

Ljúki eft­ir um tvö ár

Ný radar- og eft­ir­lit­s­kerfi gera það að verk­um að turn Litla-Hrauns mun ekki gegna neinu hlut­verki, eins og áður sagði. Verður hann því rif­inn.

Páll seg­ir að áætlan­ir geri ráð fyr­ir að fram­kvæmd­um ljúki eft­ir um tvö ár en farið verður eft­ir til­lögu VA arki­tekta, sem var gerð í sam­starfi við Betula lands­lags­arki­tekta og Mann­vit verk­fræðistofu.

mbl.is