Gjörólík staða nú og fyrir tveimur árum

Mælar á Seyðisfirði sýna háa grunnvatnsstöðu.
Mælar á Seyðisfirði sýna háa grunnvatnsstöðu. mbl.is/Sigurður Bogi

Ekki lít­ur út fyr­ir að grípa þurfi til tíma­bund­inn­ar rým­ing­ar á Seyðis­firði á næst­unni þó ekki sé hægt að úti­loka það, að sögn Björns Ingimars­son­ar, sveit­ar­stjóra Múlaþings. Hann seg­ir sam­fé­lagið mun ör­ugg­ara í dag en fyr­ir tveim­ur árum, og að Veður­stof­an sé með betri yf­ir­sýn og viðbragðsaðilar bet­ur upp­lýst­ir.

Sveit­ar­stjóri og full­trú­ar Veður­stof­unn­ar funduðu með íbú­um í síðustu viku og fóru yfir stöðuna. 

Rík­is­lög­reglu­stjóri í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Aust­ur­landi og Veður­stofu Íslands lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á Aust­fjörðum vegna skriðuhættu fyrr í dag. 

Mik­il úr­koma hef­ur verið á svæðinu und­an­farna daga og sýna mæl­ar á Seyðis­firði og Eskif­irði háa grunn­vatns­stöðu. Tölu­verðri rign­ingu er spáð næstu daga, sér­stak­lega á morg­un og föstu­dag.

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings.
Björn Ingimars­son, sveit­ar­stjóri Múlaþings. Ljós­mynd/​Aðsend

Gjör­ólík staða

„Við funduðum með íbú­um í síðustu viku og feng­um sér­fræðinga frá Veður­stof­unni til að fara yfir og gera grein fyr­ir þeirri vökt­un sem er í gangi. Það er mjög víðtæk og vönduð vinna sem er unn­in á þessu svæði. Þetta er gjör­ólíkt því sem var fyr­ir tveim­ur árum þegar við feng­um á okk­ur ham­far­irn­ar. Menn eru mun bet­ur upp­lýst­ir í dag og ef menn teldu lík­ur á skriðum þá væri gripið til rým­ing­ar. Það er ekki verið að gera það,“ seg­ir Björn.

Hann seg­ir þó eðli­legt að óvissu­stigi hafi verið lýst yfir í ljósi þess að búið er að spá áfram­hald­andi rign­ingu næstu daga. 

Ólík­legt að íbú­ar fari

Tæp tvö ár eru liðin frá því að stór­ar aur­skriður féllu á Seyðis­fjörð með til­heyr­andi eigna­tjóni og er óhætt að segja að sam­fé­lagið hafi lam­ast. 

Spurður hvort hann eigi von á að íbú­ar yf­ir­gefi bæ­inn tíma­bundið þar sem búið sé að lýsa yfir óvissu­stigi, kvaðst sveit­ar­stjór­inn ekki eiga von á því.

„Það er nátt­úr­lega tölu­vert önn­ur staða á viss­um stöðum held­ur en var. Þetta er ör­ugg­ara. En við ger­um alltaf ráð fyr­ir því að á A, B og C svæðinu – að veðurfar geti þró­ast þannig að það komi til tíma­bund­inn­ar rým­ing­ar. Það er vitað að það get­ur komið upp en það sem við leggj­um megin­á­herslu á er að það verði gripið til var­an­legra varna.“

Að sögn Björns sýn­ir mat sér­fræðinga að hægt sé að verja alla íbúa sam­fé­lags­ins. Stóra málið núna sé að fjár­magna það verk­efni „til þess að verja þetta góða svæði.“

mbl.is