Leggur til 36% hækkun veiðigjalda

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, leggur til að veiðigjöld hækki um 2,5 …
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, leggur til að veiðigjöld hækki um 2,5 milljarða á næsta ári og að hækkunin leggist aðallega á uppsjávarútgerðirnar. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Svandís Svavars­dótt­ir, mat­vælaráðherra, legg­ur til að veiðigjald hækki á næsta ári um 2,5 millj­arða króna á nafn­v­irði miðað við nú­ver­andi áætl­un næsta árs. Hækk­un­in leggst aðallega á upp­sjáv­ar­út­gerðirn­ar sem veiða síld, loðnu, kol­munna og mak­ríl og er gert ráð fyr­ir að þær greiði 2,3 millj­arða króna á ár­inu 2023 í stað þeirra 700 millj­óna sem þær myndu greiða að óbreyttu.

Á grund­velli gild­andi laga myndu út­gerðirn­ar greiða í rík­is­sjóð sjö millj­arða króna í veiðigjöld á næsta ári en samþykk­ir Alþingi breyt­ing­una munu þær greiða 9,5 millj­arða. Hækk­un­in nem­ur því tæp­lega 36%.

Þetta kem­ur fram í grein­ar­gerð frum­varps um breyt­ingu á lög­um um veiðigjald sem birt hef­ur verið á vef Alþing­is.

Hækk­ar en lækk­ar svo

Full­yrt er að samþykkt frum­varps­ins auki stöðug­leika í upp­hæð veiðigjalds og er lagt til að „séu skatta­leg­ar fyrn­ing­ar sam­tals hærri en 20% af fyrn­ing­ar­grunni að viðbætt­um 200 millj. kr. skuli Skatt­ur­inn dreifa því sem um­fram er á næstu fimm ár. Áætluð vaxta­gjöld skulu nema sömu fjár­hæð og þær fyrn­ing­ar sem lagðar eru til grund­vall­ar út­reikn­ingi á veiðigjaldi á ári hverju.“

Breyt­ing­in hef­ur í för með sér að „veiðigjald næstu ára verður hærra en áætlað var vegna þaks­ins en lægra árin þar á eft­ir, verði ekki gerðar frek­ari breyt­ing­ar á lög­um um veiðigjald, þar sem fyrn­ing­ar sem að óbreyttu kæmu að fullu til frá­drátt­ar rekstr­ar­kostnaði ein­stakra fyr­ir­tækja næstu eitt til tvö árin dreifast yfir á fleiri ár og verða í gangi í allt að fimm ár,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina