Óvissa um birtingu upplýsinga um eignarhald

Birting upplýsinga um umfangsmikið eignarhald einstaklinga gæti verið álitaefni með …
Birting upplýsinga um umfangsmikið eignarhald einstaklinga gæti verið álitaefni með tilliti til persónuvernd. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekk­ert er því til fyr­ir­stöðu í per­sónu­vernd­ar­lög­um að stjórn­völd birti upp­lýs­ing­ar um eign sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í öðrum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um eða fyr­ir­tækj­um sem starfa á öðrum sviðum efna­hags­kerf­is­ins. Það get­ur hins veg­ar reynt á hvort al­manna­hags­mun­ir séu næg­ir til þess að stjórn­völd geti birt upp­lýs­ing­ar um um­fangs­mikið eign­ar­hald ein­stak­linga.

Þetta má lesa úr ít­ar­legu svari Per­sónu­vernd­ar við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins vegna hugs­an­legra álita­efna er snúa að per­sónu­vernd í tengsl­um við birt­ingu skýrslu um eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi, sem Sam­keppnis­eft­ir­litið vinn­ur í sam­ræmi við samn­ing við mat­vælaráðuneytið.

Perónu­vernd árétt­ar þó að stofn­un­in hafi ekki tekið af­stöðu til þess sem spurt er um og er því aðeins svarað með „al­menn­um hætti um þær regl­ur sem taka þarf til skoðunar“.

Áætlað er að skýrsl­an verði af­hent ráðuneyt­inu 31. des­em­ber 2023.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: