SFS styður frumvarp Svandísar um veiðigjöld

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir óheppilegt að veiðigjöld hafi …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir óheppilegt að veiðigjöld hafi sveiflast mikið vegna skattalegrar fyrningu fárra skipa. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) styður þær breyt­ing­ar á veiðigjaldi sem Svandís Svavars­dótt­ir, mat­vælaráðherra, hef­ur lagt til í frum­varpi sínu, seg­ir Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS. Þá sé mik­il­vægt að lög nái þeim mark­miðum sem stefnt er að og end­ur­spegli vilja lög­gjaf­ans, seg­ir hún.

Frum­varpið sem um ræður fel­ur í sér að þak verði sett á fyrn­ing­ar skipa og skips­búnaðar sem geta komið til frá­drátt­ar við út­reikn­ing á reikni­stofni veiðigjalds. Áhrif þess eru að út­gerðirn­ar munu á næsta ári þurfa að greiða 2,5 millj­arða meira í veiðigjöld en við óbreytt ástand. Þá mun megnið af um­ræddri upp­hæð lenda á upp­sjáv­ar­út­gerðum sem þurfa þá að greiða 2,3 millj­arða í stað 700 millj­óna króna.

Heiðrún Lind seg­ir SFS taka und­ir þau sjón­ar­mið sem lýst er í grein­ar­gerð frum­varps­ins þar sem fram kem­ur að skatta­leg­ar flýtifyrn­ing­ar hafa skapað meiri sveifl­ur í reikni­stofni veiðigjalds á milli ára en upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir. Tel­ur hún óheppi­legt að mikl­ar sveifl­ur í veiðigjaldi megi rekja til fyrn­ingu fárra skipa.

Mik­il­vægt er að finna far­sæla lausn á þess­um vanda og þess vegna styður SFS þær breyt­ing­ar sem lagðar eru til, seg­ir hún.

Verði frum­varpið að lög­um munu skatta­leg­ar fyrn­ing­ar sem sam­tals eru hærri en 20% af fyrn­ing­ar­grunni að viðbætt­um 200 millj­ón­um verða dreift yfir næstu fimm ár. Vegna þessa verða veiðigjöld­hærri næstu ár en áætlað hef­ur verið en síðan lægri þar á eft­ir, að því er seg­ir í grein­ar­gerð frum­varps­ins.

mbl.is