Fagna 20 ára afmæli Love Actually saman

Hugh Grant auk fleiri leikara úr Love Actually munu taka …
Hugh Grant auk fleiri leikara úr Love Actually munu taka þátt í 20 ára afmælisþætti fyrir myndina. AFP

Leik­ar­ar jóla­mynd­ar­inn­ar Love Actually munu koma sam­an í til­efni af því að 20 ár eru liðin frá því að hún kom út. Verður af­mæl­inu fagnað með sér­stök­um jólaþætti á ABC sjón­varps­stöðinni.

Love Actually hef­ur á síðustu árum orðið órjúf­an­leg­ur hluti af jóla­hátíð margra og mega jól­in hrein­lega ekki koma hjá mörg­um fyrr en þeir hafa horft á mynd­ina. 

Leik­ar­arn­ir Hugh Grant, Emma Thomp­son, Bill Nig­hy, Laura Linn­ey og Thom­as Brodie-Sangster munu setj­ast niður með Dia­ne Sawyer í klukku­stund­ar löng­um þætt­ir. Rich­ard Curt­is, hand­rits­höf­und­ur mynd­ar­inn­ar, og Mart­ine McCutcheon leik­kona munu einnig koma í þátt­inn.

Þátt­ur­inn The Laug­hter & Secrets of Love Actually: 20 Ye­ars Later fer í loftið hinn 30. nóv­em­ber. 

mbl.is