Aðaldyr Alþingishússins opnaðar fyrir jólatréð

Jólatréð prýðir Kringlu Alþingishússins.
Jólatréð prýðir Kringlu Alþingishússins. Ljósmynd/Alþingi

Jóla­and­inn svíf­ur yfir vötn­um á Alþingi þar sem glæsi­legt jóla­tré frá Skóg­rækt­ar­fé­lagi Kópa­vogs prýðir nú Kringlu Alþing­is­húss­ins.

Það er ekki á hverj­um degi sem aðal­dyrn­ar eru opnaðar en það var þó gert í morg­un til þess að koma trénu inn.

Í færslu Alþing­is á Face­book kem­ur fram að marg­ir hafi lagt hönd á plóg við að skreyta en á mynd­um sem fylgdu með sést m.a. Birg­ir Ármanns­son, for­seti Alþing­is, í stiga við hlið trés­ins með sjálf­an jóla­tré­stopp­inn í hönd.

mbl.is