Katrín og Lilja sitja fyrir svörum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, og Lilja Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, verða gest­ir á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is á miðviku­dag. 

Fund­ar­efnið er skýrsla Rík­is­end­ur­skoðunar um sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka. Fund­ur­inn hefst kl. 9 og stend­ur til 10.30. Hann má sjá í beinu streymi á vef Alþing­is og á sjón­varps­rás Alþing­is.

Á síðasta fundi var Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, gest­ur á fundi nefnd­ar­inn­ar þar sem sama mál var rætt. 

mbl.is