Rekstri fangelsa bjargað með auknum framlögum

Páll Winkel fangelsismálastjóri er ánægður með aukin útgjöld samkvæmt breytingartilögum …
Páll Winkel fangelsismálastjóri er ánægður með aukin útgjöld samkvæmt breytingartilögum við fjárlagafrumvarp til fangelsismála. mbl.is/​Hari

Lagt er til í breyt­ing­ar­til­lög­um við fjár­laga­frum­varp að um 250 millj­ón­um króna verði veitt til fang­els­is­mála í því skyni að efla rekst­ur fang­els­anna. Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri kveðst vera ánægður með þessi tíðindi.

„Þetta bjarg­ar rekstr­in­um hjá okk­ur og verður þess vald­andi að við get­um verið áfram með þessi fang­elsi öll í notk­un á næsta ári,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is.

Eitt skref í einu

Spurður hvort hann telji að með þessu verði hægt að auka getu fang­elsa lands­ins til að taka á móti fleiri föng­um seg­ir hann að það þurfi að taka eitt skref í einu.

„Þetta er gott skref, að veita fjár­magni í rekst­ur fang­els­anna sem við erum með fyr­ir. Svo geri ég ráð fyr­ir því að það verði bara skoðað í fram­hald­inu. En þetta eru ákaf­lega góð tíðindi fyr­ir Fang­els­is­mála­stofn­un.“

Hann tel­ur að með fjár­fram­lag­inu verði hægt að auka ör­yggi fanga­verða.

„Við þurf­um að manna fang­els­in þannig að ör­yggi allra sé tryggt. Við telj­um okk­ur geta það með þessu fjár­fram­lagi.“

mbl.is