Ríkisstjórn helmingi framlög til íbúðauppbyggingar

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Rík­is­stjórn­in hæst­virt helm­ing­ar fram­lög til hús­næðis­upp­bygg­ing­ar á ár­inu 2023. Eft­ir öll fögru fyr­ir­heit­in, alla blaðamanna­fund­ina, öll stóru orðin frá hæst­virt­um ráðherr­um Fram­sókn­ar­flokks­ins þá er þetta niðurstaðan sem okk­ur var kynnt á fundi hátt­virtr­ar fjár­laga­nefnd­ar í morg­un,“ sagði Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um á Alþingi í dag.

„Fram­lög­in fara úr 3,7 millj­örðum króna á ári niður í 1,7 millj­arð. Þannig ætl­ar rík­is­stjórn­in hæst­virt bein­lín­is að búa til stór­felld­an sam­drátt í upp­bygg­ingu íbúða á næsta ári á Íslandi,“ sagði Kristrún.

„Ég ætlaði hrein­lega ekki að trúa þessu. Því­líkt inn­legg inn í viðkvæma kjara­samn­inga.“

Beindi Kristrún fyr­ir­spurn sinni að Sig­urði Inga Jó­hanns­syni, innviðaráðherra og for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins:

„Er þetta í al­vöru talað öll Fram­sókn­ar-sókn­in í hús­næðismál­um? Helm­ingi lægri fram­lög til upp­bygg­ing­ar?“

Seg­ir vanþekk­ingu Kristrún­ar mikla

„Ég þakka nú hátt­virt­um þing­manni fyr­ir að taka þessa fyr­ir­spurn upp úr því að vanþekk­ing­in á mál­inu er svona mik­il,“ byrjaði Sig­urður Ingi svar sitt.

„Við höfðum um tvo millj­arða úr að spila um­fram það sem við gát­um nýtt á þessu ári og tæpa tvo á næsta ári. Við hyggj­umst fá heim­ild til þess að færa þessa tvo yfir og þannig verði um fjór­ir millj­arðar til stofn­fram­laga á næsta ári, sem að mati HMS við þær aðstæður sem uppi eru […] dugi á næsta ári.“

„Við erum sem bet­ur fer í stakk búin miðað við fjár­lög­in og þær fjár­heim­ild­ir sem við höf­um, ef við yf­ir­fær­um á milli ára, að tak­ast vel á við árið 2023 og kom­ast þannig af stað inn í að klára ramma­samn­inga við sveit­ar­fé­lög­in.“

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sveit­ar­fé­lög­in hafi bú­ist við fjár­magn­inu

„Ég þakka hæst­virt­um ráðherra fyr­ir það að tala um vanþekk­ingu mína hér á þess­um mála­flokki,“ sagði Kristrún er hún talaði öðru sinni.

Hún sagði það hafa legið fyr­ir að sveit­ar­fé­lag­in hafi bú­ist við þessu fjár­magni inn í stofn­fram­laga­kerfið.

„Það er búið að vera sam­ræður í gangi á milli ráðuneyt­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna ná­kvæm­lega út af þessu og hér kem­ur hæst­virt­ur ráðherra með þenn­an fyr­ir­slátt.“

„Fyrst að það er ekki geta í þess­ari rík­is­stjórn að koma fjár­magn­inu út í stofn­fram­lög, má ekki setja þetta í vaxta­bóta­kerfið og styðja við fólk sem á virki­lega um sárt að binda út af hús­næðis­verðshækk­un­um þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar?“ spurði Kristrún að lok­um.

Öllum kröf­um Kristrún­ar verði svarað

Sig­urður Ingi sagðist sér sýn­ast það að í þeim fjár­lög­um sem verið sé er að leggja fram sé verið að svara öll­um þeim kröf­um sem Kristrún kall­ar eft­ir.

„Við höf­um sagt að í vara­sjóði sé fjár­magn vegna árs­ins 2023 sem við ætl­um að beita í hús­næðismál­in. Þar eru pen­ing­ar, allt að tveir millj­arðar, sem til að mynda verður hægt að nota í hús­næðis­bæt­ur, vaxta­bæt­ur, í stuðning við fólk og fleiri slíka þætti,“ sagði Sig­urður Ingi.

Kristrún Frostadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.
Kristrún Frosta­dótt­ir og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son. Sam­sett mynd
mbl.is