Sigldi stjórnlaust eftir bilun í skrúfbúnaði

Vilhelm Þorsteinsson EA varð stjórnlaus og svo vélarvana eftir bilun …
Vilhelm Þorsteinsson EA varð stjórnlaus og svo vélarvana eftir bilun í skrúfubúnaði skipsins. Ljósmynd/Samherji

„Eng­inn meidd­ur og von­andi eng­ar skemmd­ir, en skoðum það næstu klukku­tím­ana,“ svar­ar Kristján Vil­helms­son, fram­kvæmda­stjóri út­gerðarsviðs Sam­herja, við spurn­ing­um 200 mílna um strand Vil­helms Þor­steins­son­ar EA, skammt frá höfn­inni í Nes­kaupstað í dag.

Ann­ars vís­ar Kristján til til­kynn­ing­ar á vef fé­lags­ins vegna máls­ins, en þar seg­ir að bil­un í skrúfu­búnaði skips­ins hafi orðið til þess að „skipið tók að sigla stjórn­laust aft­ur á bak og varð síðan véla­v­ana.“

Rak þá skipið upp að brött­um sand­kanti sem er rétt sunn­an við hafn­ar­mynnið. Barði NK skip kom strax til aðstoðar og dró Vil­helm að bryggju.

Eins og fyrr seg­ir verður skoðað hvort skemmd­ir hafa orðið á skip­inu en einnig verður skoðað hvað hafi gerst í véla­búnaði skips­ins sem leiddi til þess að það varð stjórn­laust.

mbl.is