Sunneva Ósk nýr framleiðslustjóri ÚA

Sunneva Ósk Guðmundsdóttir (til vinstri) er nýr framleiðslustjóri landvinnslu ÚA, …
Sunneva Ósk Guðmundsdóttir (til vinstri) er nýr framleiðslustjóri landvinnslu ÚA, Unnur Inga Kristinsdóttir (efst til hægri) hefur tekið við starfi gæðastjóra landvinnslu og Gyða Birnisdóttir er nýr sölufulltrúi Ice Fresh Seafood. Samsett mynd

Sunn­eva Ósk Guðmunds­dótt­ir hef­ur verið ráðin í stöðu fram­leiðslu­stjóra land­vinnslu Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga, en hún gegndi áður stöðu gæðastjóra fé­lags­ins. Þá tek­ur Unn­ur Inga Krist­ins­dótt­ir, sölu­full­trúi hjá Ice Fresh Sea­food, við starfi Sunn­evu sem gæðastjóri land­vinnslu, en Gyða Birn­is­dótt­ir hef­ur verið ráðin sem sölu­full­trúi hjá Ice Fresh Sea­food.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Sam­herja.

Þar seg­ir að Sunn­eva Ósk, Unn­ur Inga og Gyða séu all­ar sjáv­ar­út­vegs­fræðing­ar frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri og að hjá Sam­herja og tengd­um fé­lög­um starfi hátt í þrjá­tíu sjáv­ar­út­vegs­fræðing­ar. „Reynsla Sam­herja af út­skrifuðum sjáv­ar­út­vegs­fræðing­um er góð og greini­legt að námið er góður grunn­ur fyr­ir fólk sem ætl­ar að starfa í alþjóðlegri at­vinnu­grein eins og sjáv­ar­út­veg­ur­inn er,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Sunn­eva Ósk gegndi stöðu gæðastjóra land­vinnslu Sam­herja í tvö og hálft ár og hef­ur starfað við gæðamál hjá ÚA og Sam­herja í nærri fimm ár. Hún er sjáv­ar­út­vegs­fræðing­ur frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri og með MS gráðu í for­ystu og stjórn­un með áherslu á mannauðsstjórn­un frá Há­skól­an­um á Bif­röst.

Unn­ur Inga hef­ur und­an­far­in fimm ár starfað sem sölu­full­trúi hjá Ice Fresh Sea­food, sem sér um sölu afurða Sam­herja, dótt­ur­fé­laga þess og annarra fram­leiðenda. Hún er sjáv­ar­út­vegs­fræðing­ur frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri og með MBI gráðu í alþjóðleg­um viðskipt­um frá Há­skól­an­um á Bif­röst.

Gyða er í til­kynn­ing­unni sögð hafa „starfað lengi við sjáv­ar­út­veg og þekk­ir grein­ina svo að segja frá öll­um hliðum. Hún kem­ur að sölu afurða Sam­herja, dótt­ur­fé­laga og annarra fram­leiðenda. Hlut­verk henn­ar er meðal ann­ars að vera tengiliður við viðskipta­vini víðs veg­ar um heim­inn og tryggja að afurðir ber­ist þeim á til­sett­um tíma.“ Gyða er sjáv­ar­út­vegs­fræðing­ur frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri.

mbl.is