Þess vegna elskar Mariah Carey jólin

Söngdívan Mariah Carey.
Söngdívan Mariah Carey. Skjáskot/Instagram

Marg­ir tengja söngdív­una Mariuh Carey við jól­in, enda syng­ur hún jól­in inn á mörg­um heim­il­um víðsveg­ar um heim í byrj­un des­em­ber þegar jólasmell­ur henn­ar, All I Want For Christ­mas Is You, fer í spil­un.

Hún hef­ur oft verið kölluð „drottn­ing jól­anna“, en jól­in voru ekki alltaf gleðileg hjá söng­kon­unni sem ólst upp við mikla fá­tækt og heim­il­isof­beldi. „Þegar þú elst upp við erfiðar aðstæður en get­ur svo um­turnað því og gert líf þitt að því sem þú vilt að það sé, það er gleði fyr­ir mig,“ sagði söng­kon­an í sam­tali við tíma­ritið W

„Jól­in gera mig ham­ingju­sama“

Carey seg­ist vita að fólk líti á hana sem hátíðlega „jóla­stelpu“, en hún seg­ist hafa tekið það hlut­verk að sér vegna þess hve mikið hátíðin gleður hana, en hún upp­lifði þá gleði alls ekki alltaf þegar hún var að al­ast upp.

„Fólk held­ur að ég hafi átt þetta prins­essu­líf eða einskon­ar æv­in­týra­til­veru,“ sagði Carey og bætti við að það hefði alls ekki verið raun­in, en hún hef­ur áður opnað sig um of­beld­is­fullt upp­eldi sitt. 

mbl.is