„Án nokkurs vafa met í milljörðum talið“

Bergþór Ólason vill fara yfir stöðu ríkisfjármála með Bjarna Benediktssyni.
Bergþór Ólason vill fara yfir stöðu ríkisfjármála með Bjarna Benediktssyni. Samsett mynd

„Raun­veru­lega sýn­ist mér því að hér sé verið að leggja til út­gjalda­auka á milli ára upp á 180 millj­arða. Þetta er án nokk­urs vafa met í millj­örðum talið í þróun út­gjalda rík­is­sjóðs á milli ára,“ sagði Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, um til­lög­ur fjár­málaráðuneyt­is­ins sem voru kynnt­ar í gær.

Bergþór gerði til­lög­ur ráðuneyt­is­ins að breyt­ing­um við fjár­laga­frum­varpið að um­tals­efni við aðra umræðu um frum­varpið á þingi í dag. 

Hann seg­ir að þar hafi verið sagt frá því að lagðar séu til til­lög­ur sem kalli á 37 millj­arða út­gjalda­aukn­ingu fyr­ir rík­is­sjóð. Í til­kynn­ing­unni sé reynd­ar ekki tekið á því að þessi þróun mála kalli fram 14 millj­arða vaxta­greiðslur. Þetta komi til viðbót­ar 129 millj­arða kostnaðar­auka á milli ára þegar búið að taka til­lit til ein­skipt­is­kostnaðar vegna Covid í fyrra í fjár­lög­um upp á 50 millj­arða.

„Raun­veru­lega sýn­ist mér því að hér sé verið að leggja til út­gjalda­auka á milli ára upp á 180 millj­arða. Þetta er án nokk­urs vafa met í millj­örðum talið í þróun út­gjalda rík­is­sjóðs á milli ára. Maður taldi ólík­legt að nokk­urn tím­ann yrði viðlíka ár og þegar rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar gerði hér allt fyr­ir alla árið 2007 með mik­illi aukn­ingu út­gjalda á milli ára en þessi þróun er al­veg ör­ugg­lega að bæta mjög veru­lega í það,“ sagði Bergþór. 

Hann sagði enn frem­ur að stjórn­laust ástand ríkti í rík­is­fjár­mál­um og óskaði eft­ir því að fá tæki­færi til að eiga orðastað við fjár­málaráðherra vegna þessa. 

mbl.is