Diegó í aðra aðgerð í dag

Margir kannast við köttinn Diegó sem hefur vanið komur sínar …
Margir kannast við köttinn Diegó sem hefur vanið komur sínar í Skeifuna.

Stjörnukött­ur­inn Diegó fer í aðra aðgerð í dag, þriðju­dag, en ekið var á hann á föstu­dags­morg­un.

Sigrún Ósk Snorra­dótt­ir, eig­andi Diegós, grein­ir frá því í Face­book-hópn­um Spottaði Diegó að hann þurfi meiri tíma til að jafna sig. 

Hann er enn á dýra­spítal­an­um og þar er svooo vel hugsað um hann, við fjöl­skyld­an erum svo þakk­lát,“ seg­ir Sigrún en um 400 þúsund krón­ur söfnuðust fyr­ir aðgerð Diegó. 

Hún biður fólk um að sýna skiln­ing að fjöl­skyld­an geti ekki svarað öll­um per­sónu­leg­um skila­boðum sem þau hafa fengið. „Við og Diegó erum ótrú­lega þakk­lát fyr­ir ykk­ur.“

Rúm­lega tíu þúsund manns eru í Face­book-hópn­um en kött­ur­inn hef­ur vanið kom­ur sín­ar í Skeif­una og kann­ast veg­far­end­ur þar marg­ir hverj­ir við hann.

mbl.is