Hitnar í kolunum í borg englanna

Minka Kelly og Dan Reynolds eru að stinga saman nefjum.
Minka Kelly og Dan Reynolds eru að stinga saman nefjum. Samsett mynd

Leik­kon­an Minka Kelly og Dan Reynolds, söngv­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar Imag­ine Dragons eru sögð vera að stinga sam­an nefj­um, en þau hafa sést á stefnu­mót­um í borg engl­anna, Los Ang­eles und­an­farn­ar vik­ur. 

Sögu­sagn­ir um parið fóru á kreik eft­ir að þau sáust á stefnu­móti á Cafe Stella, en sam­kvæmt heim­ild­um Page Six eyddu þau meira en fimm klukku­stund­um á veit­ingastaðnum og fóru ekki heim fyrr en eft­ir miðnætti. Þá hafa þau einnig sést hald­ast í hend­ur í róm­an­tísk­um göngu­túr um göt­ur Los Ang­eles. 

Kelly og Reynolds eru bæði ný­lega orðin ein­hleyp, en leik­kon­an sleit sam­bandi sínu við grín­ist­ann Trevor Noah í maí síðastliðnum eft­ir tvö ár sam­an. 

Reynolds til­kynnti skilnað við eig­in­konu sína til 10 ára, Aja Volkm­an, í sept­em­ber síðastliðnum. Þau eiga fjög­ur börn sam­an á aldr­in­um 3 til 10 ára. 

mbl.is