Víða um land hefur mátt sjá norðurljós á himni síðustu kvöld og nætur, þar á meðal á Húsavík í gærkvöldi.
Góð skilyrði hafa átt þar hlut að máli, en staða tungls og skýjafar hafa hvort tveggja áhrif. Á sama tíma hafa kraftmiklir segulstormar geisað eftir blossa frá sólu.
Spár Veðurstofunnar gera ráð fyrir að í nótt og á morgun verði áfram talsverð virkni norðurljósa yfir landinu.