Alltaf átt erfitt með íslensku jólasveinana

Virpi Jokinen er skipuleggjandi og fyrirlesari.
Virpi Jokinen er skipuleggjandi og fyrirlesari. mbl.is/Árni Sæberg

Virpi Jok­in­en flutti til Íslands frá Finn­landi fyr­ir til­vilj­un árið 1993 þegar hún tók sum­ar­starfi hér á landi. Upp­haf­lega ætlaði hún að halda för sinni áfram en ílengd­ist og er hér enn, 29 árum seinna, en hún seg­ir birt­una og heita vatnið vera það sem hún heillaðist fyrst af. Íslenska viðhorfið, að þetta redd­ist allt sam­an, var líka það sem heillaði hana.

Þegar kem­ur að jól­un­um er Virpi lítið að stressa sig og seg­ir að í minn­ing­unni séu jól­in í Finn­landi af­slappaðri en á Íslandi, en það eru þó 20 ár síðan hún eyddi jól­un­um í Finn­landi. „Jóla­sán­an gef­ur aðfanga­deg­in­um ró­leg­an blæ og það er með öllu óvíst að fjöl­skyld­ur klæðist spari­föt­um á aðfanga­dag. Ég er nokkuð viss um að Finn­ar gefi að meðaltali færri gjaf­ir en Íslend­ing­ar um hver jól,“ seg­ir Virpi.

Virpi seg­ist fyrst og fremst vera móðir tveggja barna á grunn­skóla­aldri. Hún hef­ur þó feng­ist við ým­is­legt í gegn­um árin en fyr­ir fimm árum stofnaði hún skipu­lagsaðstoðina Á réttri hillu og lauk í fram­haldi skipu­leggj­enda­nám­skeiði í Hels­inki. Í dag er hún skipu­leggj­andi og fyr­ir­les­ari sem hef­ur að eig­in sögn mik­inn áhuga á að taka ó-ið úr óskilamun­um í grunn­skól­um lands­ins. Hún er líka vefari með mynd­list­ar­mennt­un og nú síðast fór hún í gegn­um diplóma­nám á meist­ara­stigi í já­kvæðri sál­fræði.

Skógjaf­irn­ar mik­il áskor­un

„Bara svona okk­ar á milli þá hef ég alltaf átt erfitt með ís­lensku jóla­svein­ana, vit­andi það að Jóla­sveinn­inn býr á Kor­va­tunt­uri í Finn­landi. Eft­ir að ég eignaðist börn­in þá kynnt­ist ég skógjöf­um, sem mér finnst mik­il áskor­un. Þess­ar gjaf­ir eru mik­ill streitu­vald­ur, svo ekki sé talað um kostnaðinn við þær fyr­ir Grýlu miðað við fjölda barna í land­inu,“ seg­ir Virpi þegar hún er spurð að því hvort henni hafi fund­ist eitt­hvað skrítið við jóla­hefðir Íslend­inga.

„Og svo er þessi skógjafa­hefð þannig að ein­stak­ir for­eldr­ar fá litlu um það ráðið, því það vill eng­inn vera for­eldrið sem býður ekki jóla­svein­un­um að kíkja inn heima hjá sér,“ seg­ir Virpi.

Virpi eld­ar ekki finnsk­an jóla­mat en hún eld­ar á finnsk­an máta. Í því felst að elda stór­an skammt af jóla­matn­um í einu svo hann dugi í nokkra daga. „Ég elda sem sé ekki nýj­an rétt alla daga, öll jól­in. Í Finn­landi eru reykta skink­an, kart­öflu-, rófu- og gul­róta­bök­urn­ar og sömu hefðbundnu salöt­in borðuð öll jól­in. Dag­lega eru kannski soðnar kart­öfl­ur en bök­urn­ar eru bara hitaðar og því mjög lít­il fyr­ir­höfn í kring­um mat­inn um hátíðirn­ar,“ út­skýr­ir Virpi.

Á aðvent­unni út­býr hún svo jóla­stjörn­ur úr smjör­deigi og sveskjusultu að finnskri hefð. Hún seg­ir ein­fald­ari bakst­ur ekki vera til.

Virpi tekur fram fyrsta jólaskrautið hinn 1. desember.
Virpi tek­ur fram fyrsta jóla­skrautið hinn 1. des­em­ber. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Nægju­söm og held­ur hlut­un­um ein­föld­um

Virpi flæk­ir ekki mál­in að óþörfu og er frek­ar nægju­söm. Því held­ur hún hlut­un­um eins ein­föld­um og unnt er. „Börn­in sjá um að skreyta jóla­tréð og ég skreyti það sem kall­ast heima hjá okk­ur „jóla­borðið“ í stof­unni með upp­á­hald­sjó­la­skraut­inu, jóla­ljós­um og ýmsu góðgæti. Ég passa upp á að all­ir geti farið í hreint rúm um jól­in en legg ann­ars enga sér­staka áherslu á hrein­gern­ing­ar fyr­ir jól­in. Jóla­kveðjurn­ar á Rás 1 eru í miklu upp­á­haldi hjá mér,“ seg­ir Virpi.

Sú hefð sem hún held­ur hvað fast­ast í er að skrifa jóla­bréf. „Í byrj­un aðvent­unn­ar er fyrsta jóla­skrautið tekið fram og er það geymt í sér kassa þannig að það þarf ekki að fara í gegn­um allt jóla­skrautið í leit að því. Efst í þeim kassa er alltaf bók­in Jól­in koma og jóla­bréf sem ég hef skrifað mér á þrett­ánd­an­um tæpu ári áður og pakkað niður með jóla­skraut­inu. Ég lýk frá­gangi jól­anna með því að skrifa niður nokkr­ar lín­ur og kem bréf­inu fyr­ir efst í „1. des­em­ber-kass­an­um“ í geymsl­unni,“ seg­ir Virpi.

Hún seg­ist koma sjálfri sér á óvart á hverju ári og man aldrei hvað það var sem var henni efst í huga um síðustu jól. „Í bréf­inu legg ég áherslu á þakk­læti, tel upp það góða sem gerðist um jól­in og skrifa eitt­hvað um mik­il­væg­ustu at­b­urðina sem í vænd­um eru í fjöl­skyld­unni á kom­andi ári.“

Í kassanum er meðal annars bókin Jólin koma eftir Jóhannes …
Í kass­an­um er meðal ann­ars bók­in Jól­in koma eft­ir Jó­hann­es úr Kötl­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Tími hvíld­ar og ró­leg­heita

„Ég reyni að hafa í huga að jól­in eru tíma­bil, aðvent­an og nokkr­ir hátíðardag­ar á dimm­asta tíma árs­ins og því er þetta fyrst og fremst tími hvíld­ar, nota­leg­heita og sam­veru þegar það á við,“ seg­ir Virpi um það besta við jól­in. Henni finnst gjaf­irn­ar frá börn­un­um, sem þau út­búa í skól­an­um, einnig með því dýr­mæt­asta. „Það eru nán­ast einu gjaf­irn­ar sem ég fæ, enda hef ég afþakkað gjaf­ir í nokk­ur ár núna. Um hátíðirn­ar er svo nota­legt að vaka í það minnsta eina nótt yfir góðri bók eða púslu­spili,“ seg­ir Virpi.

Oft er talað um að jól­in megi ekki koma fyrr en búið er að þrífa ákveðna hluti eða gera ákveðna hluti. Í huga Virpi er það ekki þannig og seg­ist hún þurfa að gera fátt til þess að jól­in komi. Jól­in séu oft mis­mun­andi frá ári til árs og er sveigj­an­leiki og nú­vit­und því lyk­il­hug­tök­in hjá Virpi yfir hátíðirn­ar.

„Ég legg áherslu á að út­búa tím­an­lega gjaf­irn­ar fyr­ir börn­in. Það er gott að vera með nóg af góðum mat til að þurfa að fara sem sjaldn­ast út í búð um hátíðirn­ar. Svo er mik­il­vægt að vera með nóg að lesa og því fer ég nokkr­ar ferðir á bóka­safnið á aðvent­unni. Einnig er gam­an að vita af nýju borðspili und­ir jóla­trénu því það er svo nota­legt að geta spilað sam­an um jól­in.“

Mik­il­væg­ast að sleppa sam­an­b­urðinum

Í starfi sínu sem skipu­leggj­andi hjálp­ar Virpi fólki að ná átt­um og koma skipu­lagi á hlut­ina. Hún seg­ir ekki sér­stak­lega mörg verk­efni rata á sitt borð fyr­ir jól­in, en á þrett­ánd­an­um komi sann­ar­lega fleiri sem óska eft­ir skipu­lagsaðstoð.

„Áhyggju­laus jól er það sem ég óska öll­um. Mestu máli skipt­ir ef­laust hug­ar­far okk­ar, þakk­læti og að sleppa sam­an­b­urðinum við aðra. Það er alltaf ein­hver sem ger­ir meira og bet­ur og því er mik­il­vægt að muna að jól­in eru ekki keppni og nota­legt jóla­hald tek­ur á sig ótelj­andi marg­ar mis­mun­andi mynd­ir. Þegar við erum þakk­lát fyr­ir allt það sem við eig­um nú þegar og lát­um okk­ur langa í það þá þráum við síður eitt­hvað mikið meira. Liður í þessu hjá mér er að hlusta ekki á leikn­ar út­varps­aug­lýs­ing­ar í bíln­um. Þegar það tíma­bil hefst þá finn ég til upp­á­halds­geisladisk­ana mína og hlusta á þá í um­ferðinni í staðinn. Ég hef kom­ist að því að þetta stuðlar að auk­inni vellíðan hjá mér á aðvent­unni.“

Þegar kem­ur að jóla­gjöf­um ráðlegg­ur Virpi fólki að gæta hófs. „All­ar þær efn­is­legu gjaf­ir sem við gef­um öðrum, og fáum sjálf, verða að hlut­um sem þarf að hlúa að inn­an heim­il­is­ins: Nota, geyma og farga rétt þegar að því kem­ur. Ef við vilj­um ekki eða þurf­um ekki gjaf­ir kom­um þá þeim skila­boðum áleiðis í tæka tíð. Og sömu­leiðis ef okk­ur eða börn­in okk­ar vant­ar eitt­hvað ákveðið, lát­um þá nán­ustu fjöl­skyld­una vita af því og auk­um þannig lík­urn­ar á því að gjaf­irn­ar hitti í mark,“ seg­ir Virpi.

Hún bend­ir á að við séum svo miklu meira en bara neyt­end­ur og að jól­in snú­ist um margt annað en það sem er keypt fyr­ir pen­inga. Fólk eigi því að hugsa út í hversu langt inn í næsta ár það er til­búið til að borga fyr­ir kostnaðinn við jóla­haldið.

„Það má sleppa því að baka“

Þrif­in og bakst­ur­inn eiga það til að vaxa fólki í aug­um. Virpi seg­ir að fólk megi sýna sér meiri sam­kennd, það þurfi ekki all­ir að hafa áhuga á bakstri og matseld. „Það má baka ef maður vill og svo má líka al­veg sleppa því að baka,“ seg­ir Virpi og minn­ir fólk á að tala við sjálft sig eins og við mynd­um tala við góða vini, sýna skiln­ing og hvetja áfram í stað þess að fara í niðurrif.

„Nú til dags eru hí­býli okk­ar oft það snyrti­leg að það er eng­in sér­stök ástæða til að þrífa sér­stak­lega vel fyr­ir jól­in. Og ef þrif eru okk­ur áskor­un dags­dag­lega þá er ástæðulaust að ætl­ast til meira af okk­ur rétt fyr­ir jól­in. Það er góð hug­mynd að ein­beita sér að þeim her­bergj­um þar sem mesta sam­ver­an verður, eins og eld­hús­inu og stof­unni. Ef við treyst­um okk­ur ekki til að bjóða vin­um og fjöl­skyldu heim, þá gæti sam­ver­an kannski farið fram ein­hvers staðar ann­ars staðar en akkúrat heima hjá okk­ur?“

Jól­in geta líka verið flók­in fyr­ir stór­ar fjöl­skyld­ur og fyr­ir sam­sett­ar fjöl­skyld­ur. Fyr­ir jól­in er því gott að vera með ein­falt og skýrt skipu­lag sem all­ir eru meðvitaðir um.

„Hvar verða börn­in og for­eldr­arn­ir, hvers kon­ar boð, ef ein­hver, verða í fjöl­skyld­unni eða vina­hópn­um? Einnig er gott að vera búin að hugsa og ræða hvað við erum til­bú­in að taka þátt í miklu fyr­ir og um jól­in. Það er í lagi að tak­marka þátt­töku okk­ar í boðum og viðburðum ef við finn­um að við þurf­um þess, því jól­in eru ekki kapp­hlaup. Það næg­ir að jól­in okk­ar séu nógu góð, við þurf­um hvorki að toppa okk­ur sjálf né aðra. Mik­il­væg­ast er að koma fal­lega fram við hvert annað og gæta hófs,“ seg­ir Virpi að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: