Héldu til kolmunnaveiða á mánudag

Beitir á kolmunnaveiðum. Skipið ætlar að reyna að ná tvö …
Beitir á kolmunnaveiðum. Skipið ætlar að reyna að ná tvö þúsund tonnum. Ljósmynd/Síldarvinnslna: Helgi Freyr Ólason

Kol­munna­veiðar hóf­ust hjá Berki NK og Beiti NK í gær­morg­un, en skip­in héldu á miðin á mánu­dag.

„Við erum bún­ir að hífa einu sinni 445 tonn eft­ir að hafa dregið í 13 – 14 tíma. Beit­ir er einnig bú­inn að hífa einu sinni 340 tonn,“ seg­ir Leif­ur Þormóðsson, stýri­maður á Berki, um gang veiða í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Leif­ur upp­lýs­ir að Börk­ur og Beit­ir séu einu skip­in sem eru á kol­munna­veiðum á svæðinu suðaust­ur af Fær­eyj­um við lín­una á milli Fær­eyja og Shet­lands­eyja. „Það er dá­lítið að sjá hérna, sér­stak­lega var tölu­vert að sjá í nótt. Það er bræla núna en það á að fara að lægja. Hvort skip má taka 2.000 tonn í þess­ari veiðiferð.“

mbl.is