Loðnuvertíðin hefur skilað 46 milljörðum

Síðasta loðnuvertíð hefur skilað að minnsta kosti 46 milljarða króna …
Síðasta loðnuvertíð hefur skilað að minnsta kosti 46 milljarða króna útflutningi. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Hreinn Sigurðsson

Flutt­ar voru út loðnu­af­urðir fyr­ir 46 millj­arða króna á fyrstu 10 mánuðum árs­ins og hef­ur teg­und­in hef­ur skilað næst mestu út­flutn­ings­verðmæt­um á eft­ir þorski það sem af er ári. Allt árið í fyrra skiluðu loðnu­af­urðir 24,3 millj­arða út­flutn­ings­verðmæt­um og hef­ur því auk­ist um að minnsta kosti 90% milli ára, en bú­ist er við að út­flutn­ingstöl­ur árs­ins 2022 eigi eft­ir að upp­fær­ast.

Þetta má lesa úr tól­um Hag­stofu Ísland og fjallað er um í ýlegri í grein­ingu Radars­ins.

At­hygli vek­ur að ís­lensku upp­sjáv­ar­skip­in lönduðu 521 þúsund tonn­um af loðnu á síðustu vertíð en vertíðina á und­an var afl­inn 71 þúsund tonn og hef­ur því afl­inn sex­fald­ast.

Mynd/​Radar­inn

„Í sam­an­b­urði við aðra fiski­stofna er loðnan sér á báti. Hlut­falls­legt sam­band á milli magns og verðmæta er ekki til staðar og erfitt er að nota eina loðnu­vertíð til þess að spá fyr­ir um þá næstu. Hversu stór loðnu­kvót­inn er hverju sinni hef­ur áhrif á aflaráðstöf­un og þar með sam­setn­ingu afurða til út­flutn­ings. Al­mennt hef­ur hlut­deild loðnu­hrogna, sem eru verðmæt­ustu afurðir loðnu, verið meiri eft­ir því sem kvót­inn er minni. Það þýðir, að öðru óbreyttu, hærra verð fyr­ir hvert kíló sem dregið er úr sjó. Að sama skapi hef­ur al­mennt farið hlut­falls­lega meira í bræðslu þegar kvót­inn er stærri, sem hef­ur í för með sér meiri út­flutn­ing á loðnumjöli og lýsi,“ seg­ir í grein­ing­unni.

Þá er bent á að ein­ung­is eft­ir 25% af loðnunni eft­ir til út­flutn­ings af þeim afla sem fer í bræðslu, það er 18% mjöl og 7% lýsi.

Afurðasam­setn­ing breyti­leg

Eins og fyrr seg­ir fer alla jafna meiri afli í lýsi og mjöl þegar afl­inn er meiri og sést það vel á sam­setn­ingu út­fluttra afurða fyrstu tíu mánuði árs­ins í sam­an­b­urði við sam­an­tíma­bil 2021.

Útflutn­ings­ver­mæti loðnumjöls og lýs­is var 25,6 millj­arðar króna á fyrstu tíu mánuðum árs­ins 2022 og er það 56% af heild­ar­verðmæti út­fluttra loðnu­af­urða. Útflutn­ings­verðmæti þessa afurðaflokka var hins veg­ar aðeins 1,5 millj­arður á sama tíma­bili í fyrra þegar afl­inn var aðeins rúm­13% af því sem hann var a síðustu vertíð.

Mynd/​Radar­inn

Þá var út­flutn­ings­verðmæti loðnu­hrogna 13,6 millj­arðar króna fyrstu tíu mánuði árs­ins sem er 4% meira en á sama tíma­bili í fyrra, en um er að ræða 1% sam­drátt talið í banda­ríkja­döl­um sem er helsta viðskipta­mynt loðnu­af­urða. „Það má al­farið rekja til þess að um 7% minna magn hef­ur verið flutt út í ár en í fyrra, eða 6.000 tonn á móti 6.500 tonn­um. Af þessu er ljóst að um 6% hærra verð, talið í doll­ur­um, hef­ur að jafnaði feng­ist fyr­ir loðnu­hrogn í ár en í fyrra,“ seg­ir í grein­ing­unni.

„Gróf­lega má áætla að heild­ar­fram­leiðsla hrogna frá síðustu loðnu­vertíð hafi verið í kring­um 11 þúsund tonn og því ljóst að tölu­vert á enn eft­ir að skila sér í út­flutn­ingstöl­ur Hag­stof­unn­ar. Ein­hver hluti af því sem eft­ir stend­ur gæti þó verið selt, en er í geymslu hér á landi og skil­ar sér í bæk­ur Hag­stof­unn­ar við út­flutn­ing. Lík­legt er þó að tals­vert sé um óseld­ar birgðir af hinum svo­kölluðu iðnaðar­hrogn­um, en Aust­ur-Evr­ópa er stærsta markaðssvæði þeirra. Gef­ur auga leið að aðstæður á mörkuðum fyr­ir þau hafi versnað til muna vegna inn­rás­ar­inn­ar í Úkraínu og áhrif stríðsins á ná­læg lönd, eins og Hvíta Rúss­land.“

Grein­ing­una má í heild sinni lesa á Radarn­um.

mbl.is