Stjórnvöld sýni einstaka skammsýni og vanþekkingu

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, gagnrýnir áform stjórnvalda um hækkun …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, gagnrýnir áform stjórnvalda um hækkun fiskeldisfgjalds harðlega. Mbl/Árni Sæberg

Fyr­ir­huguð hækk­un á fisk­eld­is­gjaldi er óhóf­leg, illa und­ir­bú­in og fer þvert á gef­in fyr­ir­heit stjórn­valda um sam­ráð við al­menn­ing og hags­munaaðila. Þetta er mat Heiðrún­ar Lind­ar Marteins­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Hún seg­ir áform stjórn­valda lýsa skamm­sýni og vanþekk­ingu.

„Gjald­taka fyr­ir aðgang að nátt­úru­auðlind­um er eðli­leg og all­ir þeir sem nýta hinar ýmsu auðlind­ir lands og sjáv­ar eiga að greiða slíkt gjald. SFS hafa hins veg­ar gert al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við fyr­ir­hugaða hækk­un á fisk­eld­is­gjaldi, enda geng­ur hún langt úr hófi fram,“ skrif­ar Heiðrún Lind í aðsendri grein sem ný­verið var birt á Vísi.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í fiskeldinu á undanförnum …
Mik­il upp­bygg­ing hef­ur átt sér stað í fisk­eld­inu á und­an­förn­um árum. mbl.is/​Helgi Bjarna­son

Þá seg­ir hún „ekki síður al­var­legt hvernig staðið hef­ur verið að und­ir­bún­ingi, mati á áhrif­um og sam­ráði við meðferð þess frum­varps sem boðar um­rædda hækk­un“. Vís­ar Heiðrún Lind til þess að eng­in áform um laga­setn­ingu eða frum­varp hafi verið birt í sam­ráðsgátt stjórn­valda, þvert á stefnu stjórn­valda þar um.

Ekki hef­ur held­ur verið beðið eft­ir niður­stöðu skýrslu um stöðu eld­is­greina sem Bost­on Consulting Group fær 90 millj­ón­ir króna fyr­ir að vinna fyr­ir Mat­vælaráðuneytið. Sú vinna snýr meðal ann­ars að því að greina gjald­töku og rekstr­ar­skil­yrði fisk­eld­is. Í ljósi þess að skýrsl­an sé enn í vinnslu seg­ir Heiðrún Lind það „óskilj­an­legt af hverju farið er fram með jafn um­fangs­mikla gjald­hækk­un­ar­til­lögu á þessu stigi.“

Spyr hún hvort „fyr­ir­huguð skýrsla og stefnu­mót­un um gjald­töku af fisk­eldi og sam­ráð sem viðhaft hef­ur verið við þá vinnu þá aðeins til mála­mynda?“

Fífl­ast með fólk og fyr­ir­tæki

Í grein­inni er bent á að ís­lensk stjórn­völd hafi lagt á það mikla áherslu að fjölga stoðum hag­kerf­is­ins með fjöl­breytt­ari út­flutn­ings­grein­um til að tryggja verðmæta­sköp­un og lífs­kjör.

„Upp­bygg­ing fisk­eld­is hef­ur þar skipt sköp­um. At­vinnu­grein­in er þó fjarri því að vera kom­in í var og áskor­an­irn­ar eru marg­ar. Það lýs­ir þess vegna ein­stakri skamm­sýni og víðtæk­um skorti á þekk­ingu á viðkvæmri stöðu grein­ar­inn­ar þegar stjórn­völd ganga fram með þeim hætti sem hér hef­ur verið lýst. Það sem verra er, að hin nei­kvæðu áhrif óhóf­legr­ar skatta­hækk­un­ar munu færa okk­ur fjær mark­miðinu um trausta og fjöl­breytta verðmæta­sköp­un. Það er fífl­ast með fólk, fyr­ir­tæki og sam­fé­lög á lands­byggðinni sem treysta á þessa mik­il­vægu at­vinnu­upp­bygg­ingu,“ skrif­ar Heiðrún Lind.

mbl.is